Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 21. janúar 2022 13:00 Reynir hugar að bílnum sínum við skrifstofur Mannlífs í Ármúla. Vísir/Vilhelm Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. Reynir staðfesti innbrotið við fréttastofu um hádegisbil. Hann greindi frá því í gær að brotist hefði verið inn í bíl hans við Úlfarsfell þar sem hann fór í gönguferð. Innbrotsþjófurinn hafi að líkindum komist inn með lyklum Reynis sem teknir voru í bíl hans við Úlfarsfell í gær. Lögreglan mætti á vettvang í morgun, tók fingraför og skýrslu. Reynir segir ákveðnar vísbendingar um það hver geti átt í hlut. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu.“ Þið hafið verið að birta undanfarna daga greinar um valdamikla menn. Hafið þið einhverja grunaða? „Það er svo annar kapítúli. Við höfum verið að birta greinar um Róbert Wessman, sem hefur verið mjög ósáttur og viljað fá öll gögn sem ég bý yfir. Við sögðum frá því að lögfræðistofa í London sem kostar ekkert smáræði, sama stofa og vann fyrir Harvey Weinstein, er að vinna fyrir þá í því að krefja okkur um öll gögn sem snúa að Róbert Wessman. Nú get ég ekki látið blessaðan karlinn hafa þessi gögn. Þetta er allt horfið,“ segir Reynir. Vísir/Vilhelm „Við munum ná í gaurinn á hinum endanum“ Gögn og allur vefur Mannlífs hefur legið niðri í alla nótt eftir að öllu var eytt út. Vonast er til að verulegur hluti greinanna verði endurheimtur, en aðgerðin virtist skipulögð. Reynir segir að mennirnir að baki innbrotinu verði fundnir.Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár og ég hef aldrei kynnst annarri eins forherðingu. Ég er eltur,“ segir Reynir. „Þetta er einhvers konar viðbjóður sem er í gangi. Ég hef áður fengist við svona mál en þetta er með því allra harðsvírasta sem ég man. Þetta eru ekki menn ruglaðir af dópi eða að gera eitthvað óskipulagt, þetta eru útsendarar. Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. 11. júní 2021 15:50 Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. 12. mars 2021 23:11 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Reynir staðfesti innbrotið við fréttastofu um hádegisbil. Hann greindi frá því í gær að brotist hefði verið inn í bíl hans við Úlfarsfell þar sem hann fór í gönguferð. Innbrotsþjófurinn hafi að líkindum komist inn með lyklum Reynis sem teknir voru í bíl hans við Úlfarsfell í gær. Lögreglan mætti á vettvang í morgun, tók fingraför og skýrslu. Reynir segir ákveðnar vísbendingar um það hver geti átt í hlut. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu.“ Þið hafið verið að birta undanfarna daga greinar um valdamikla menn. Hafið þið einhverja grunaða? „Það er svo annar kapítúli. Við höfum verið að birta greinar um Róbert Wessman, sem hefur verið mjög ósáttur og viljað fá öll gögn sem ég bý yfir. Við sögðum frá því að lögfræðistofa í London sem kostar ekkert smáræði, sama stofa og vann fyrir Harvey Weinstein, er að vinna fyrir þá í því að krefja okkur um öll gögn sem snúa að Róbert Wessman. Nú get ég ekki látið blessaðan karlinn hafa þessi gögn. Þetta er allt horfið,“ segir Reynir. Vísir/Vilhelm „Við munum ná í gaurinn á hinum endanum“ Gögn og allur vefur Mannlífs hefur legið niðri í alla nótt eftir að öllu var eytt út. Vonast er til að verulegur hluti greinanna verði endurheimtur, en aðgerðin virtist skipulögð. Reynir segir að mennirnir að baki innbrotinu verði fundnir.Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár og ég hef aldrei kynnst annarri eins forherðingu. Ég er eltur,“ segir Reynir. „Þetta er einhvers konar viðbjóður sem er í gangi. Ég hef áður fengist við svona mál en þetta er með því allra harðsvírasta sem ég man. Þetta eru ekki menn ruglaðir af dópi eða að gera eitthvað óskipulagt, þetta eru útsendarar. Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“
Fjölmiðlar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. 11. júní 2021 15:50 Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. 12. mars 2021 23:11 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. 11. júní 2021 15:50
Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. 12. mars 2021 23:11
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11