Alvarlegir gallar á rannsókn ÖBÍ, ASÍ og BSRB um stöðu fólks Lúðvík Júlíusson skrifar 21. janúar 2022 15:01 Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar