Opið bréf til Ingu Sæland Sigríður Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:47 „Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar. Við skulum bara horfast í augu við það að þér er nákvæmlega sama um þessar hryssur. Þér er alveg sama þó það þurfi að slátra þeim flestum. Heldur þú að þetta séu einhverjir einnota hlutir? Ég veit hvað þær heita, hvernig þær eru á litinn, hvernig skapgerð þær hafa. Hvað varðar þig líka um það þó maður liggi andvaka á nýjársnótt með áhyggjur af merunum; hvort þær hafi ætt yfir margar girðingar eitthvað út í loftið, af því að einhverjir vanvitar telja það skyldu sína að skjóta upp flugeldum. En þér er alveg sama, því þú ert dýraníðingur. Mér er ekki sama um þessar merar, mér þykir vænt um þær og margar hafa fylgt mér í mörg ár. Ég er ekki dýraníðingur þó ég taki blóð úr þessum merum og við sem erum í þessu flest, reynum að hugsa eins vel um þær og við getum. Þú þykist líka vera talsmaður fátækra. Bændur eru flestir fátækir og nú, þegar allt hækkar í verði, þá verður enn erfiðara að búa. Við erum að framleiða matvæli og við þurfum tekjur eins og aðrir til að lifa af. Nú þegar þú ætlar að reyna að taka af okkur þennan tekjustofn, varstu þá búin finna einhverjar lausnir handa okkur? Koma einhverjar aðgerðir svo við getum haldið áfram? Nei, ég hélt ekki. Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari.“ Þau orð sem hér að framan eru rituð, eru orð einhvers kollega míns í bændastétt. Ég er sammála hverju orði sem sá ókunni bréfritari skrifaði þér, Inga Sæland, því þau orð eru sönn og ég geri þau að mínum. Ég er sá sem sendi þér þetta bréf. Ég er þeir sem öfgasamtökin Animal Welfare Foundation hundeltu og njósnuðu um sumar eftir sumar. Ég er sá sem er nafngreindur í áróðursmyndbandi AWF. Ég er allir þeir sem þú hefur sakað um dýraníð. Ég er þeir karlar, þær konur og þau ungmenni sem þú níðist á með málflutningi þínum. Höfundur er bóndi og hrossasmali Arnarholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Hestar Landbúnaður Flokkur fólksins Tengdar fréttir Á blóðslóð Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla). 27. desember 2021 14:00 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
„Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar. Við skulum bara horfast í augu við það að þér er nákvæmlega sama um þessar hryssur. Þér er alveg sama þó það þurfi að slátra þeim flestum. Heldur þú að þetta séu einhverjir einnota hlutir? Ég veit hvað þær heita, hvernig þær eru á litinn, hvernig skapgerð þær hafa. Hvað varðar þig líka um það þó maður liggi andvaka á nýjársnótt með áhyggjur af merunum; hvort þær hafi ætt yfir margar girðingar eitthvað út í loftið, af því að einhverjir vanvitar telja það skyldu sína að skjóta upp flugeldum. En þér er alveg sama, því þú ert dýraníðingur. Mér er ekki sama um þessar merar, mér þykir vænt um þær og margar hafa fylgt mér í mörg ár. Ég er ekki dýraníðingur þó ég taki blóð úr þessum merum og við sem erum í þessu flest, reynum að hugsa eins vel um þær og við getum. Þú þykist líka vera talsmaður fátækra. Bændur eru flestir fátækir og nú, þegar allt hækkar í verði, þá verður enn erfiðara að búa. Við erum að framleiða matvæli og við þurfum tekjur eins og aðrir til að lifa af. Nú þegar þú ætlar að reyna að taka af okkur þennan tekjustofn, varstu þá búin finna einhverjar lausnir handa okkur? Koma einhverjar aðgerðir svo við getum haldið áfram? Nei, ég hélt ekki. Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari.“ Þau orð sem hér að framan eru rituð, eru orð einhvers kollega míns í bændastétt. Ég er sammála hverju orði sem sá ókunni bréfritari skrifaði þér, Inga Sæland, því þau orð eru sönn og ég geri þau að mínum. Ég er sá sem sendi þér þetta bréf. Ég er þeir sem öfgasamtökin Animal Welfare Foundation hundeltu og njósnuðu um sumar eftir sumar. Ég er sá sem er nafngreindur í áróðursmyndbandi AWF. Ég er allir þeir sem þú hefur sakað um dýraníð. Ég er þeir karlar, þær konur og þau ungmenni sem þú níðist á með málflutningi þínum. Höfundur er bóndi og hrossasmali Arnarholti.
Á blóðslóð Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla). 27. desember 2021 14:00
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar