Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2022 13:27 Frá Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. Þetta er eitt nýjasta olíuvinnslusvæði Norðmanna. Vísir/EPA Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. Olíumálaráðherrann segir frekari olíuleit skipta sköpum fyrir efnahag landsins og þróun olíuiðnaðarins. Greenpeace í Noregi segir það hins vegar brjálæði að í loftslagskreppu gefi ríkisstjórn Jonas Gahr Støre út ný olíuleyfi. Sérleyfin 53 fela í sér bæði einkarétt til leitar á úthlutuðum svæðum og síðar borana og vinnslu. Alls fengu 28 olíufélög leyfi, þar af fengu 15 félög leyfi á fleiri en einu svæði. Flest leyfanna, 28 talsins, eru í Norðursjó, 20 leyfi eru Noregshafi og 5 í Barentshafi, það nyrsta á 73 breiddargráðu. „Olíuiðnaðurinn leggur til miklar tekjur, verðmætasköpun og störf um allt land. Því er ánægjulegt í dag að geta boðið 53 ný vinnsluleyfi á fyrirfram skilgreindum svæðum. Frekari leitarstarfsemi og nýjar uppgötvanir skipta sköpum þegar við ætlum að þróa enn frekar norskan olíuiðnað til hagsbóta fyrir allt landið,“ segir olíu- og orkumálaráðherrann Marte Mjøs Persen í yfirlýsingu þegar leyfisveitingin var kynnt fyrir helgi. „Ríkisstjórn Støre sýnir sitt rétta andlit með því að setja kröfu olíuiðnaðarins um ný rannsóknarleyfi ofar þörfinni á grænum orkuskiptum,“segir Frode Pleym, leiðtogi Greenpeace í Noregi, í yfirlýsingu og lýsir sérstökum áhyggjum yfir að leyfi séu gefin út til leitar við ísjaðarinn í Barentshafi. Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Hann segir nýju leyfin klárt brot á loftslagsloforðinu sem Støre forsætisráðherra og afi hafi gefið barnabörnunum í kosningabaráttunni. Í stað þess að taka þátt í baráttunni gegn loftslagsvánni haldi Støre áfram blindri fjárfestingu í meiri olíu. Það sé stærsta ógnin við norsk störf. Olíustofnun Noregs skýrði frá því á dögunum að nýliðið ár hefði reynst það tekjuhæsta í meira en hálfrar aldar sögu norska olíuævintýrisins. „Mikil framleiðsla á olíu og gasi frá alls 94 svæðum, mikil eftirspurn og hátt hráefnisverð gera það að verkum að útflutningstekjur ríkisins af olíu eru í sögulegu hámarki. Mikið af þessu má rekja til hás olíuverðs,“ segir Olíustofnunin. „Norska olíustofnunin gerir ráð fyrir að áfram verði stöðug og mikil framleiðsla á næstu árum. Margar nýjar uppgötvanir og sú staðreynd að fjöldi nýrra svæða verður byggður upp á næstu árum þýðir að gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist nokkuð fram til ársins 2024,“ segir stofnunin. Hér sjá frétt Stöðvar 2 af því þegar Johan Sverdrup, eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs, var formlega tekið í notkun fyrir tveimur árum: Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14. október 2021 13:59 Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19. janúar 2020 16:15 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíumálaráðherrann segir frekari olíuleit skipta sköpum fyrir efnahag landsins og þróun olíuiðnaðarins. Greenpeace í Noregi segir það hins vegar brjálæði að í loftslagskreppu gefi ríkisstjórn Jonas Gahr Støre út ný olíuleyfi. Sérleyfin 53 fela í sér bæði einkarétt til leitar á úthlutuðum svæðum og síðar borana og vinnslu. Alls fengu 28 olíufélög leyfi, þar af fengu 15 félög leyfi á fleiri en einu svæði. Flest leyfanna, 28 talsins, eru í Norðursjó, 20 leyfi eru Noregshafi og 5 í Barentshafi, það nyrsta á 73 breiddargráðu. „Olíuiðnaðurinn leggur til miklar tekjur, verðmætasköpun og störf um allt land. Því er ánægjulegt í dag að geta boðið 53 ný vinnsluleyfi á fyrirfram skilgreindum svæðum. Frekari leitarstarfsemi og nýjar uppgötvanir skipta sköpum þegar við ætlum að þróa enn frekar norskan olíuiðnað til hagsbóta fyrir allt landið,“ segir olíu- og orkumálaráðherrann Marte Mjøs Persen í yfirlýsingu þegar leyfisveitingin var kynnt fyrir helgi. „Ríkisstjórn Støre sýnir sitt rétta andlit með því að setja kröfu olíuiðnaðarins um ný rannsóknarleyfi ofar þörfinni á grænum orkuskiptum,“segir Frode Pleym, leiðtogi Greenpeace í Noregi, í yfirlýsingu og lýsir sérstökum áhyggjum yfir að leyfi séu gefin út til leitar við ísjaðarinn í Barentshafi. Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Hann segir nýju leyfin klárt brot á loftslagsloforðinu sem Støre forsætisráðherra og afi hafi gefið barnabörnunum í kosningabaráttunni. Í stað þess að taka þátt í baráttunni gegn loftslagsvánni haldi Støre áfram blindri fjárfestingu í meiri olíu. Það sé stærsta ógnin við norsk störf. Olíustofnun Noregs skýrði frá því á dögunum að nýliðið ár hefði reynst það tekjuhæsta í meira en hálfrar aldar sögu norska olíuævintýrisins. „Mikil framleiðsla á olíu og gasi frá alls 94 svæðum, mikil eftirspurn og hátt hráefnisverð gera það að verkum að útflutningstekjur ríkisins af olíu eru í sögulegu hámarki. Mikið af þessu má rekja til hás olíuverðs,“ segir Olíustofnunin. „Norska olíustofnunin gerir ráð fyrir að áfram verði stöðug og mikil framleiðsla á næstu árum. Margar nýjar uppgötvanir og sú staðreynd að fjöldi nýrra svæða verður byggður upp á næstu árum þýðir að gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist nokkuð fram til ársins 2024,“ segir stofnunin. Hér sjá frétt Stöðvar 2 af því þegar Johan Sverdrup, eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs, var formlega tekið í notkun fyrir tveimur árum:
Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14. október 2021 13:59 Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19. janúar 2020 16:15 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14. október 2021 13:59
Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19. janúar 2020 16:15
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32
Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20