Stéttarfélög og #MeToo Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:30 Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Stéttarfélög Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun