Lögmál leiksins: „Já takk“ við CP3 en „nei takk“ við Brooklyn gegn Milwaukee Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 10:01 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 Boðið var upp á nýjan leik í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöld þar sem NBA-deildin í körfubolta er krufin til mergjar. Leikurinn ber heitið „Já takk/Nei takk“ og virkar þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort „Já, takk“ eða „Nei, takk“, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Klippa: Lögmál leiksins - Já takk eða nei takk Fullyrðingar Kjartans voru úr ýmsum áttum og oftast greindi menn á að einhverju leyti. Til að mynda varðandi Jayson Tatum, lykilleikmann Boston Celtics: „Það hefði örugglega verið nei takk í gær en svo átti hann 50 stiga leik í fyrrinótt, þannig að ég verð eiginlega að segja já takk. Við vitum að „þakið“ er enn rosalega hátt hjá Tatum. Hann getur skorað körfur í öllum regnbogans litum,“ sagði Tómas Steindórsson. Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina Tómas var einnig á því að Brooklyn Nets myndi ekki geta lagt Milwaukee Bucks að velli í seríu, og Hörður Unnsteinsson tók undir það: „Nei takk. Milwaukee og Miami held ég að verði tvö bestu liðin þegar upp er staðið í austrinu í vor. Í seríu núna myndi Milwaukee leggja Brooklyn að mínu mati,“ sagði Hörður en Sigurður Orri Kristjánsson var ekki sammála. „Besti leikmaðurinn í besta liðinu“ Félagarnir voru hins vegar allir sammála um að Chris Paul ætti heima í MVP-umræðunni og Sigurður Orri sagði Paul, eða CP3, geta hlotið þann heiður að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar ef Phoenix Suns héldi áfram sömu sigurgöngu og undanfarið: „Auðvitað á hann heima í MVP-umræðunni. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. En, hann getur ekki orðið MVP, nema Phoenix gjörsamlega stingi af. Þá getur hann fengið svona „Steve Nash MVP“ með sín 15-16 og 10-11. Hann leiðir deildina í stoðsendingum, og er númer þrjú í stolnum boltum, þeir vinna hvern einasta leik. Ef þeir stinga af þá á hann séns, og hann á auðvitað heima í MVP-umræðunni og verður í topp fimm, rétt eins og í fyrra,“ sagði Sigurður. Umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Leikurinn ber heitið „Já takk/Nei takk“ og virkar þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort „Já, takk“ eða „Nei, takk“, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Klippa: Lögmál leiksins - Já takk eða nei takk Fullyrðingar Kjartans voru úr ýmsum áttum og oftast greindi menn á að einhverju leyti. Til að mynda varðandi Jayson Tatum, lykilleikmann Boston Celtics: „Það hefði örugglega verið nei takk í gær en svo átti hann 50 stiga leik í fyrrinótt, þannig að ég verð eiginlega að segja já takk. Við vitum að „þakið“ er enn rosalega hátt hjá Tatum. Hann getur skorað körfur í öllum regnbogans litum,“ sagði Tómas Steindórsson. Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina Tómas var einnig á því að Brooklyn Nets myndi ekki geta lagt Milwaukee Bucks að velli í seríu, og Hörður Unnsteinsson tók undir það: „Nei takk. Milwaukee og Miami held ég að verði tvö bestu liðin þegar upp er staðið í austrinu í vor. Í seríu núna myndi Milwaukee leggja Brooklyn að mínu mati,“ sagði Hörður en Sigurður Orri Kristjánsson var ekki sammála. „Besti leikmaðurinn í besta liðinu“ Félagarnir voru hins vegar allir sammála um að Chris Paul ætti heima í MVP-umræðunni og Sigurður Orri sagði Paul, eða CP3, geta hlotið þann heiður að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar ef Phoenix Suns héldi áfram sömu sigurgöngu og undanfarið: „Auðvitað á hann heima í MVP-umræðunni. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. En, hann getur ekki orðið MVP, nema Phoenix gjörsamlega stingi af. Þá getur hann fengið svona „Steve Nash MVP“ með sín 15-16 og 10-11. Hann leiðir deildina í stoðsendingum, og er númer þrjú í stolnum boltum, þeir vinna hvern einasta leik. Ef þeir stinga af þá á hann séns, og hann á auðvitað heima í MVP-umræðunni og verður í topp fimm, rétt eins og í fyrra,“ sagði Sigurður. Umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira