Sömuleiðis fær fyrirtækið stærstan hluta af osti og ystingi í vörulið 0406, eða 14,75 tonn á meðalverðinu 585 á kíló. Samkvæmt upplýsingum frá KFC er tollkvótinn nýttur til að flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling.
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum frá landbúnaðarafurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. Bændablaðið greindi fyrst frá.
Úthlutað með hlutkesti
Útboðið náði til osta og ystings í vörulið 0406, osta og ystings í vörulið ex 0406, sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og annars kjöts..., unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.
Krónan fékk stærstan hluta af tollkvótum fyrir breskan ost og ysting úr vöruliðnum ex 0406, eða alls 3,30 tonn. Mjólkursamsalan fékk næstmest, eða 2,75 tonn. Tollkvóta úr umræddum vörulið var úthlutað með hlutkesti í samræmi við reglugerð.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja:
Ostur og ystingur 0406
Úthlutað magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
14.750 |
KFC ehf |
4.250 |
Natan & Olsen ehf |
Ostur og ystingur ex 0406 (**)
Úthlutað magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
1.650 |
Danól ehf |
1.650 |
Innnes ehf |
3.300 |
Krónan ehf |
1.650 |
Natan & Olsen ehf |
2.750 |
Mjólkursamsalan |
Annað kjöt, hlutar úr dýrum-.... 1602
Úthlutað magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
18.000 |
KFC ehf |
Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá KFC.