Færa átta liða úrslit Afríkumótsins eftir að troðningur olli átta dauðsföllum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 22:31 Olembe-leikvangurinn var byggður fyrir Afríkumótið. Vísir/Getty Leikur í átta liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta sem átti að fara fram á Olembe-leikvanginum næstkomandi sunnudag hefur verið færður eftir að troðningur fyrir utan leikvanginn varð átta manns að bana í gær. Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn