Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2022 11:36 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Eva Sjöfn Helgadóttir þingmaður Pírata. Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. „Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum, 11.000 einstaklingar á svefnlyfjum og notkun hættulegra róandi efna eins og Oxycontin hefur aukist til muna síðustu ár,“ sagði Eva Sjöfn Helgadóttir, þingmaður Pírata, í pontu Alþingis undir störfum þingsins í gær. Eva Sjöfn undirstrikar í ræðu sinni þær upplýsingar sem fram komu í Kompás á mánudag, að fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hafi margfaldast síðasta áratug. Börn, fullorðnir og gamalmenni á geðlyfjum „Ég krefst þess að það verði eitthvað gert í þessum málum eins og skot.“ „Á hjúkrunarheimilum árið 2018 var geðlyfjanotkun 55% og þar af leiðandi er meira en helmingur þeirra sem eru á hjúkrunarheimilum á einu eða fleiri geðlyfjum.“ Eva Sjöfn benti líka á mikla tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi og segir þjóðina á rangri leið varðandi notkun þeirra, í ljósi þess að við séum Norðurlandameistarar í því sem leiði til mikils fjölda ótímabærra dauðsfalla. Biðlistarnir ástæða mikillar lyfjanotkunar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ræddi um sama mál. „Fram kemur í nýlegri frétt að aldrei hafi fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir ávanabindandi lyfja og á síðasta ári. Þar kemur einnig fram að almenningur hér á landi notar sömuleiðis mun meira af sterkum verkja-, tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. Það hefur komið fram að ópíumfaraldur af völdum verkjalyfja geisi hér út um allt. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þúsundir veiks fólks eru á biðlista eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum á mjöðm, hnjám eða öðrum bæklunaraðgerðum. Þess vegna er inntaka á ávanabindandi lyfjum alltaf að aukast og aukast.“ Óþörf og skaðleg lyfjanotkun Guðmundur Ingi sagði fólk geta verið óvinnufært, rúmfast og verkjað svo árum skiptir, án þess að komast að í aðgerð. Og taka verkjalyf á meðan til að halda sönsum. „Að skaða veikt fólk með óþarfa inntöku á skaðandi ópíóíðum, jafnvel svo árum skiptir, á heimatilbúnum biðlista er fáránlegt og okkur öllum hér inni til háborinnar skammar.“ „Andlátum af völdum þessara lyfja heldur áfram að fjölga. Hvað eru margir að verða fyrir skaða vegna notkunar á sterkum verkjalyfjum svo mánuðum eða árum skiptir? Hvað eru margir á biðlistafæribandinu sem færir viðkomandi hægt og bítandi í fíkn, skaða eða bara beint í örorku. Stöðvum biðlistafæribandið og sjáum til þess að þeir sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðgerð að halda fái hana strax.“ Kompás Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
„Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum, 11.000 einstaklingar á svefnlyfjum og notkun hættulegra róandi efna eins og Oxycontin hefur aukist til muna síðustu ár,“ sagði Eva Sjöfn Helgadóttir, þingmaður Pírata, í pontu Alþingis undir störfum þingsins í gær. Eva Sjöfn undirstrikar í ræðu sinni þær upplýsingar sem fram komu í Kompás á mánudag, að fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hafi margfaldast síðasta áratug. Börn, fullorðnir og gamalmenni á geðlyfjum „Ég krefst þess að það verði eitthvað gert í þessum málum eins og skot.“ „Á hjúkrunarheimilum árið 2018 var geðlyfjanotkun 55% og þar af leiðandi er meira en helmingur þeirra sem eru á hjúkrunarheimilum á einu eða fleiri geðlyfjum.“ Eva Sjöfn benti líka á mikla tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi og segir þjóðina á rangri leið varðandi notkun þeirra, í ljósi þess að við séum Norðurlandameistarar í því sem leiði til mikils fjölda ótímabærra dauðsfalla. Biðlistarnir ástæða mikillar lyfjanotkunar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ræddi um sama mál. „Fram kemur í nýlegri frétt að aldrei hafi fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir ávanabindandi lyfja og á síðasta ári. Þar kemur einnig fram að almenningur hér á landi notar sömuleiðis mun meira af sterkum verkja-, tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. Það hefur komið fram að ópíumfaraldur af völdum verkjalyfja geisi hér út um allt. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þúsundir veiks fólks eru á biðlista eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum á mjöðm, hnjám eða öðrum bæklunaraðgerðum. Þess vegna er inntaka á ávanabindandi lyfjum alltaf að aukast og aukast.“ Óþörf og skaðleg lyfjanotkun Guðmundur Ingi sagði fólk geta verið óvinnufært, rúmfast og verkjað svo árum skiptir, án þess að komast að í aðgerð. Og taka verkjalyf á meðan til að halda sönsum. „Að skaða veikt fólk með óþarfa inntöku á skaðandi ópíóíðum, jafnvel svo árum skiptir, á heimatilbúnum biðlista er fáránlegt og okkur öllum hér inni til háborinnar skammar.“ „Andlátum af völdum þessara lyfja heldur áfram að fjölga. Hvað eru margir að verða fyrir skaða vegna notkunar á sterkum verkjalyfjum svo mánuðum eða árum skiptir? Hvað eru margir á biðlistafæribandinu sem færir viðkomandi hægt og bítandi í fíkn, skaða eða bara beint í örorku. Stöðvum biðlistafæribandið og sjáum til þess að þeir sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðgerð að halda fái hana strax.“
Kompás Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01
Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent