Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 18:32 Valur Gunnarsson skrifaði bókina Bjarmalönd sem fjallar meðal annars um stríð í Úkraínu og átök í Rússlandi. Foto: Valur Gunnarsson/Arnar Halldórsson Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur. Úkraína Rússland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur.
Úkraína Rússland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira