Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2022 19:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.” Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.”
Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16