Berskjaldað heilbrigðisstarfsfólk - sem aldrei fyrr Tómas Guðbjartsson skrifar 29. janúar 2022 22:01 Líkt og margir aðrir las ég með athygli viðtal sem nýlega birtist við fyrrverandi samstarfskonu mína Ástu Kristínu Andrésdóttur, svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðing. Við höfum þekkst í fjöldamörg ár og unnið náið saman, bæði í hjartaaðgerðum á stofu 5 og á gjörgæsludeildinni við Hringbraut. Frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hversu framúrskarandi fagmaður Ásta Kristín var – en um leið skemmtilegur vinnufélagi. Kvöldið 3. október 2012 áttu þó eftir að verða þáttaskil í lífi hennar og fjölskyldu – og hún ranglega borin sökum. Í gang fór atburðarás sem á fáeinum árum rústaði starfsferli hennar og einkalífi - og sem hún hefur sjálf lýst sem "algjörri martröð". Eins og oft áður hafði Ásta Kristín vegna mikillar manneklu samþykkt að taka tvöfalda vakt á gjörgæslunni við Hringbraut. Þar sinnti hún ekki aðeins mikið veikum sjúklingi sem gengist hafði undir flókna opna hjartaaðgerð, heldur þurfti hún einnig að sinna sjúklingum á vöknun hinum megin gangsins - og á kvennadeild, sem er í annarri byggingu. Án þess að rekja smáatriðin þá versnaði hjartasjúklingnum og hann fór í hjartastopp sem ekki var hægt að bjarga honum úr, enda mikið veikur fyrir. Eftir andlátið vöknuðu spurningar hvort gleymst hefði að tæma talventil, sem notast var við áður en hann var aftur tengdur við öndunarvél. Skiljanlega urðu allir leiðir yfir þessu atviki - þar á meðal Ásta Kristín sem var ein margra sem sinnt hafði sjúklingnum á þessari afdrifaríku vakt. En þarna fara hlutir algjörlega úr böndunum - sem ég held að helst megi rekja til álags hjá þeim sem störfuðu á gólfinu en líka hjá yfirmönnum. Í stað þess að málið væri sett í hefðbundið ferli atvikaskráningar var haft samband við lögreglu sem var mætt á staðinn áður en búið var að heyra almennilega í Ástu Kristínu og öðrum sem sinnt höfðu sjúklingnum. Ósofin og leið, enda nýbúin með 16 klst. samfellda vakt, tekur Ásta Kristín sjálfsásakandi á sig í viðtölum mistök með talventilinn. Síðar átti Ríkissaksóknari eftir að telja játninguna nægja til þess að lögsækja hana fyrir manndráp af gáleysi. Í réttarhöldum þremur árum síðar koma svo í ljós að miklir ágallar voru í málsmeðferð allri og atburðarásin gat ekki hafa orðið með þeim hætti sem Ásta Kristín - undir álagi og án lögmanns - hafði gengist við. Þrátt fyrir skýran sýknudóm síðar var skaðinn skeður. Flestir fjölmiðlar höfðu fjallað einhliða um málið og Ásta Kristín send í leyfi sem reyndist henni fráskilinni fjárhagslega afar erfitt. Ekki bætti úr skák þegar hún sótti ítrekað um bætur fyrir rangláta málsmeðferðina – en var neitað. Þetta óheillamál er mér skylt af ýmsum ástæðum, ekki síst sem vinur og kollegi Ástu Kristínar, en einnig sem prófessor í skurðlækningum og hjartaskurðlækni þar sem aðgerðir eru oft áhættusamar og minnstu mistök geta kostað mannslíf. Slík mistök geta vissulega orðið - en eru sem betur sjaldgæf. En til þess að læra af mistökunum er aðferðafræðin alls ekki sú að ásaka einstaklinga sem eru að sinna vinnu sinni - oft undir ómanneskjulegu álagi. Enda sannað að mistök á sjúkrahúsum, líkt og í fluginu, verða oftast vegna röð mistaka sem rekja má til ófullkominna verkferla. Þarna er flugið komið miklu lengra en við í heilbrigðikerfinu - og flugmenn hvattir til að tilkynna atvik án þess að það þýði að þeir verði ákærðir og hengdir út í fjölmiðlum. Svokallaður „Blame Culture“ hjálpar nefnilega engum fram á við og eykur aðeins hættuna á því að mistök verði ekki tilkynnt. Á Landspítala er ágætt ferli atvikaskráningar – og mér enn illskiljanlegt hvernig þetta mál gat tekið svo óheillavænlega stefnu. Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er alls ekki að sópa eigi mistökum í heilbrigðiskerfinu undir teppið – því þau verður að rannsaka og læra af þeim. Lagaleg réttindi heilbrigðisstarfsfólks verður hins vegar að tryggja – því annars er hætt við því að enginn fáist til að sinna verkefnunum sem er mest krefjandi og áhættusöm. Þessi umræða er sérstaklega mikilvæg nú í miðjum Covid-faraldri þegar hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar taka að sér botnlausar aukavaktir. Sem er gert af illri nauðsyn og til að reyna að halda undirmönnuðum Landspítala á floti. Það var jú ein af niðurstöðum sýknudómsins að forða ætti því að starfsmenn tækju tvöfaldar vaktir – og þá til að minnka líkur á mistökum. Ljóst er að það hefur engan veginn gengið eftir, og heilbrigðisstarfsmenn sjaldan verið jafn berskjaldaðir í sínum störfum og nú. Þessu verður að breyta - enda afar mikilvægt að við höldum í sérþjálfað starfsfólk okkar - helstu auðlind heilbrigðiskerfisins. Vonandi getur ömurlegt mál Ástu Kristínar orðið innlegg í slíkar umbætur - og um leið hjálpað henni að koma aftur til starfa - ferli sem hún hefur sem betur fer þegar hafið. Enda sárt saknað á Landspítala. Höfundur er skurðlæknir á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tómas Guðbjartsson Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og margir aðrir las ég með athygli viðtal sem nýlega birtist við fyrrverandi samstarfskonu mína Ástu Kristínu Andrésdóttur, svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðing. Við höfum þekkst í fjöldamörg ár og unnið náið saman, bæði í hjartaaðgerðum á stofu 5 og á gjörgæsludeildinni við Hringbraut. Frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hversu framúrskarandi fagmaður Ásta Kristín var – en um leið skemmtilegur vinnufélagi. Kvöldið 3. október 2012 áttu þó eftir að verða þáttaskil í lífi hennar og fjölskyldu – og hún ranglega borin sökum. Í gang fór atburðarás sem á fáeinum árum rústaði starfsferli hennar og einkalífi - og sem hún hefur sjálf lýst sem "algjörri martröð". Eins og oft áður hafði Ásta Kristín vegna mikillar manneklu samþykkt að taka tvöfalda vakt á gjörgæslunni við Hringbraut. Þar sinnti hún ekki aðeins mikið veikum sjúklingi sem gengist hafði undir flókna opna hjartaaðgerð, heldur þurfti hún einnig að sinna sjúklingum á vöknun hinum megin gangsins - og á kvennadeild, sem er í annarri byggingu. Án þess að rekja smáatriðin þá versnaði hjartasjúklingnum og hann fór í hjartastopp sem ekki var hægt að bjarga honum úr, enda mikið veikur fyrir. Eftir andlátið vöknuðu spurningar hvort gleymst hefði að tæma talventil, sem notast var við áður en hann var aftur tengdur við öndunarvél. Skiljanlega urðu allir leiðir yfir þessu atviki - þar á meðal Ásta Kristín sem var ein margra sem sinnt hafði sjúklingnum á þessari afdrifaríku vakt. En þarna fara hlutir algjörlega úr böndunum - sem ég held að helst megi rekja til álags hjá þeim sem störfuðu á gólfinu en líka hjá yfirmönnum. Í stað þess að málið væri sett í hefðbundið ferli atvikaskráningar var haft samband við lögreglu sem var mætt á staðinn áður en búið var að heyra almennilega í Ástu Kristínu og öðrum sem sinnt höfðu sjúklingnum. Ósofin og leið, enda nýbúin með 16 klst. samfellda vakt, tekur Ásta Kristín sjálfsásakandi á sig í viðtölum mistök með talventilinn. Síðar átti Ríkissaksóknari eftir að telja játninguna nægja til þess að lögsækja hana fyrir manndráp af gáleysi. Í réttarhöldum þremur árum síðar koma svo í ljós að miklir ágallar voru í málsmeðferð allri og atburðarásin gat ekki hafa orðið með þeim hætti sem Ásta Kristín - undir álagi og án lögmanns - hafði gengist við. Þrátt fyrir skýran sýknudóm síðar var skaðinn skeður. Flestir fjölmiðlar höfðu fjallað einhliða um málið og Ásta Kristín send í leyfi sem reyndist henni fráskilinni fjárhagslega afar erfitt. Ekki bætti úr skák þegar hún sótti ítrekað um bætur fyrir rangláta málsmeðferðina – en var neitað. Þetta óheillamál er mér skylt af ýmsum ástæðum, ekki síst sem vinur og kollegi Ástu Kristínar, en einnig sem prófessor í skurðlækningum og hjartaskurðlækni þar sem aðgerðir eru oft áhættusamar og minnstu mistök geta kostað mannslíf. Slík mistök geta vissulega orðið - en eru sem betur sjaldgæf. En til þess að læra af mistökunum er aðferðafræðin alls ekki sú að ásaka einstaklinga sem eru að sinna vinnu sinni - oft undir ómanneskjulegu álagi. Enda sannað að mistök á sjúkrahúsum, líkt og í fluginu, verða oftast vegna röð mistaka sem rekja má til ófullkominna verkferla. Þarna er flugið komið miklu lengra en við í heilbrigðikerfinu - og flugmenn hvattir til að tilkynna atvik án þess að það þýði að þeir verði ákærðir og hengdir út í fjölmiðlum. Svokallaður „Blame Culture“ hjálpar nefnilega engum fram á við og eykur aðeins hættuna á því að mistök verði ekki tilkynnt. Á Landspítala er ágætt ferli atvikaskráningar – og mér enn illskiljanlegt hvernig þetta mál gat tekið svo óheillavænlega stefnu. Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er alls ekki að sópa eigi mistökum í heilbrigðiskerfinu undir teppið – því þau verður að rannsaka og læra af þeim. Lagaleg réttindi heilbrigðisstarfsfólks verður hins vegar að tryggja – því annars er hætt við því að enginn fáist til að sinna verkefnunum sem er mest krefjandi og áhættusöm. Þessi umræða er sérstaklega mikilvæg nú í miðjum Covid-faraldri þegar hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar taka að sér botnlausar aukavaktir. Sem er gert af illri nauðsyn og til að reyna að halda undirmönnuðum Landspítala á floti. Það var jú ein af niðurstöðum sýknudómsins að forða ætti því að starfsmenn tækju tvöfaldar vaktir – og þá til að minnka líkur á mistökum. Ljóst er að það hefur engan veginn gengið eftir, og heilbrigðisstarfsmenn sjaldan verið jafn berskjaldaðir í sínum störfum og nú. Þessu verður að breyta - enda afar mikilvægt að við höldum í sérþjálfað starfsfólk okkar - helstu auðlind heilbrigðiskerfisins. Vonandi getur ömurlegt mál Ástu Kristínar orðið innlegg í slíkar umbætur - og um leið hjálpað henni að koma aftur til starfa - ferli sem hún hefur sem betur fer þegar hafið. Enda sárt saknað á Landspítala. Höfundur er skurðlæknir á Landspítala.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar