Sóknarfæri austan Elliðaáa fyrir hjólaborgina Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 10:30 Metnaðarfull hjólreiðaáætlun var samþykkt í sumar fyrir árin 2021–2025 með rúmlega fimm milljarða fjárfestingu í hjólaborginni Reykjavík. Hjólainnviðir er samheiti yfir aðbúnað og umgjörð fyrir þá sem stunda samgönguhjólreiðar. Þættir sem snúa að öryggi vegfarenda, eins og aðgreining hjólastíga frá gangbrautum, trygg lýsing, tíð þjónusta á stígum yfir vetrartímann og aðstaða fyrir hjólreiðafólk á borð við yfirbyggð hjólaskýli, fótahvílu við þveranir gatnamóta og tryggar festingar sem hægt er læsa hjólum á öruggan hátt. Uppbygging innviða síðasta áratugar hefur skilað sér í aukinni hlutdeild hjólreiða en í dag liggja 32 km af hjólastígum innan borgarmarkanna. Rannsóknir sýna að fleiri eru líklegri til að hjóla þegar umgjörð, þjónusta og öryggi hjólandi er tryggt. Þannig hafa ferðir á hjóli aukist úr 2% árið 2010 í 7% árið 2020 og markmiðið er að ná 10% árið 2025. Á undanförnum misserum hafa nýjar víddir opnast í samgönguhjólreiðum með tilkomu rafmagnshjóla en mikil aukning hefur verið í innflutningi og sölu þeirra. Rafmagnshjól hafa gert fleirum kleift að nota hjól sem samgöngumáta og þá sérstaklega úr úthverfum þar sem bæði verður ferðin auðveldari og síður þarf að klæða sig í sérstök hjólaföt þar sem erfiði er minna og brekkurnar verða leikur einn. Sjálfbær hverfi og þéttara net hjólastíga Í hjólreiðaáætluninni eru færð sérstök rök fyrir því að tækifæri séu til að fjölga hjólandi í hverfum vestan Elliðaáa, frekar en eystri hverfum borgarinnar m.a. vegna þess að þau umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar. Ég velti því upp hvort það sé rétt forgangsröðun fjármuna að efla enn frekar hjólanet vestan borgarinnar, sem geymir nú þegar mun þéttara hjólanet með fleiri hjólastígum, meira upphitað stígakerfi en hverfin austan megin sem standa hærra yfir sjávarmáli. Vetrarfærð er þyngri og leiðin inn á stofnstíga hjólreiða er talsvert lengri úr Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Í öðrum áfanga Borgarlínu er gert ráð fyrir Borgalínustöð í Mjódd 2029 en leiðatenging inn á hana, Mjódd-BSÍ, mun fara í framkvæmd 2024-2026. Í hjólreiðaáætlunni er mynd af fyrirhuguðu hjólaneti borgarinnar 2030, þar er hvorki gert ráð fyrir fyrir stofnstígum hjólareiða þvert í gegnum Breiðholtið milli hverfishluta né niður að Mjódd sem yrði mjög stór samgöngu- og þjónustukjarni. Í nýsamþykktu hverfiskipulagi Breiðholts er að finna skilgreinda hjólastíga sem þvera hverfið þvert og endilangt. Þar er lagður grunnur að sjálfbæru hverfi. Ég sé fyrir mér að bæta við hjólakrakkakorti af öruggum hjólaleiðum innan hverfisins til og frá skóla, í íþrótta- og tómstundastarf, í verslanir og til annarra erinda sem yrði mikilvægur þáttur í að efla hverfið og gera það sjálfbærara. Hjólreiðar innan hverfis eru ekki bara lýðheilsumál heldur líka loftslagsmál sem mikilvægt er að horfa til enda Breiðholtið samfélag tuttugu og tveggja þúsund einstaklinga. Með því að forgangsraða fjármunum í hjólastíga og aðra innviði í hverfum austan Elliðár til jafns við stöðuna vestan megin mun hlutdeild hjólreiða aukast ekki bara innan hverfanna sjálfra, heldur líka milli hverfishluta. Hvað eiga hjólastígar, kynjagleraugun og jafnrétti sameiginlegt Eitt af markmiðum hjólreiðaáætlunnnar er að fá fleiri konur til að hjóla, en þar kemur fram að konur séu ólíklegri að hjóla en karlar. Áhugavert að skoða það sérstaklega með hliðsjón af herferð VR um þriðju vaktina en rannsóknir sýna að þriðja vaktin leggst meira á konur en karla, eins og skutl í tómstundir eða innkaup og það kann að spila inn í val á samgöngumáta. Öryggi skiptir líka máli í þessu samhengi en helsta ábyrgð foreldra er að tryggja öryggi barna sinna. Ef öryggi barna er ógnað á götum úti t.d. vegna hættulegrar umferðar, ónægrar lýsingar eða skorti á vetrarþjónustu á stígakerfi velja foreldrar öryggið og keyra barnið heldur en hvetja til hjólreiða eða göngu. Sem móðir, hjólari, Breiðhyltingur og áhugakona um vistvænar samgöngur kalla ég eftir því að aðgerðaáætlun taki mið af stöðunni eins og hún er í dag og að Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Grafarholt fari í forgang í uppbyggingu nýrra innviða til jafns við þéttleika hjólanetsins vestan megin Elliðaár. Horfa þarf til Breiðholtsins sérstaklega vegna komu Mjódd-BSÍ tengingar Borgalínu 2024-2026. Til að auka hlutdeild hjólreiða þarf að fá fleiri konur til að hjóla til jafns við karla og skapa þá innviði sem styðja við að konur hjóli meira, eins og aðgreinda hjólastíga, góða lýsingu, öryggi og tíðari þjónustu við stígakerfið sérstaklega yfir vetrartímann. Tryggir og vel þjónustaðir innviðir veita foreldrum meira öryggi og þá eru börnin líklegri til að hjóla eða ganga í skóla og tómstundir. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hjólari, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Metnaðarfull hjólreiðaáætlun var samþykkt í sumar fyrir árin 2021–2025 með rúmlega fimm milljarða fjárfestingu í hjólaborginni Reykjavík. Hjólainnviðir er samheiti yfir aðbúnað og umgjörð fyrir þá sem stunda samgönguhjólreiðar. Þættir sem snúa að öryggi vegfarenda, eins og aðgreining hjólastíga frá gangbrautum, trygg lýsing, tíð þjónusta á stígum yfir vetrartímann og aðstaða fyrir hjólreiðafólk á borð við yfirbyggð hjólaskýli, fótahvílu við þveranir gatnamóta og tryggar festingar sem hægt er læsa hjólum á öruggan hátt. Uppbygging innviða síðasta áratugar hefur skilað sér í aukinni hlutdeild hjólreiða en í dag liggja 32 km af hjólastígum innan borgarmarkanna. Rannsóknir sýna að fleiri eru líklegri til að hjóla þegar umgjörð, þjónusta og öryggi hjólandi er tryggt. Þannig hafa ferðir á hjóli aukist úr 2% árið 2010 í 7% árið 2020 og markmiðið er að ná 10% árið 2025. Á undanförnum misserum hafa nýjar víddir opnast í samgönguhjólreiðum með tilkomu rafmagnshjóla en mikil aukning hefur verið í innflutningi og sölu þeirra. Rafmagnshjól hafa gert fleirum kleift að nota hjól sem samgöngumáta og þá sérstaklega úr úthverfum þar sem bæði verður ferðin auðveldari og síður þarf að klæða sig í sérstök hjólaföt þar sem erfiði er minna og brekkurnar verða leikur einn. Sjálfbær hverfi og þéttara net hjólastíga Í hjólreiðaáætluninni eru færð sérstök rök fyrir því að tækifæri séu til að fjölga hjólandi í hverfum vestan Elliðaáa, frekar en eystri hverfum borgarinnar m.a. vegna þess að þau umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar. Ég velti því upp hvort það sé rétt forgangsröðun fjármuna að efla enn frekar hjólanet vestan borgarinnar, sem geymir nú þegar mun þéttara hjólanet með fleiri hjólastígum, meira upphitað stígakerfi en hverfin austan megin sem standa hærra yfir sjávarmáli. Vetrarfærð er þyngri og leiðin inn á stofnstíga hjólreiða er talsvert lengri úr Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Í öðrum áfanga Borgarlínu er gert ráð fyrir Borgalínustöð í Mjódd 2029 en leiðatenging inn á hana, Mjódd-BSÍ, mun fara í framkvæmd 2024-2026. Í hjólreiðaáætlunni er mynd af fyrirhuguðu hjólaneti borgarinnar 2030, þar er hvorki gert ráð fyrir fyrir stofnstígum hjólareiða þvert í gegnum Breiðholtið milli hverfishluta né niður að Mjódd sem yrði mjög stór samgöngu- og þjónustukjarni. Í nýsamþykktu hverfiskipulagi Breiðholts er að finna skilgreinda hjólastíga sem þvera hverfið þvert og endilangt. Þar er lagður grunnur að sjálfbæru hverfi. Ég sé fyrir mér að bæta við hjólakrakkakorti af öruggum hjólaleiðum innan hverfisins til og frá skóla, í íþrótta- og tómstundastarf, í verslanir og til annarra erinda sem yrði mikilvægur þáttur í að efla hverfið og gera það sjálfbærara. Hjólreiðar innan hverfis eru ekki bara lýðheilsumál heldur líka loftslagsmál sem mikilvægt er að horfa til enda Breiðholtið samfélag tuttugu og tveggja þúsund einstaklinga. Með því að forgangsraða fjármunum í hjólastíga og aðra innviði í hverfum austan Elliðár til jafns við stöðuna vestan megin mun hlutdeild hjólreiða aukast ekki bara innan hverfanna sjálfra, heldur líka milli hverfishluta. Hvað eiga hjólastígar, kynjagleraugun og jafnrétti sameiginlegt Eitt af markmiðum hjólreiðaáætlunnnar er að fá fleiri konur til að hjóla, en þar kemur fram að konur séu ólíklegri að hjóla en karlar. Áhugavert að skoða það sérstaklega með hliðsjón af herferð VR um þriðju vaktina en rannsóknir sýna að þriðja vaktin leggst meira á konur en karla, eins og skutl í tómstundir eða innkaup og það kann að spila inn í val á samgöngumáta. Öryggi skiptir líka máli í þessu samhengi en helsta ábyrgð foreldra er að tryggja öryggi barna sinna. Ef öryggi barna er ógnað á götum úti t.d. vegna hættulegrar umferðar, ónægrar lýsingar eða skorti á vetrarþjónustu á stígakerfi velja foreldrar öryggið og keyra barnið heldur en hvetja til hjólreiða eða göngu. Sem móðir, hjólari, Breiðhyltingur og áhugakona um vistvænar samgöngur kalla ég eftir því að aðgerðaáætlun taki mið af stöðunni eins og hún er í dag og að Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Grafarholt fari í forgang í uppbyggingu nýrra innviða til jafns við þéttleika hjólanetsins vestan megin Elliðaár. Horfa þarf til Breiðholtsins sérstaklega vegna komu Mjódd-BSÍ tengingar Borgalínu 2024-2026. Til að auka hlutdeild hjólreiða þarf að fá fleiri konur til að hjóla til jafns við karla og skapa þá innviði sem styðja við að konur hjóli meira, eins og aðgreinda hjólastíga, góða lýsingu, öryggi og tíðari þjónustu við stígakerfið sérstaklega yfir vetrartímann. Tryggir og vel þjónustaðir innviðir veita foreldrum meira öryggi og þá eru börnin líklegri til að hjóla eða ganga í skóla og tómstundir. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hjólari, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun