Af klámi, kyrkingum og kynfræðslu: Má læra af umræðunni? Benedikta Sörensen skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman Þá án þess að hún fylli þau skömm eða rífi upp sárin sem þau eru að reyna að græða. Til þess að það megi verða held ég að öll sem koma að þessu máli þurfi að hlusta á hvert annað og endurskoða sína afstöðu að einhverju leyti. Það er mikilvægt að eiga opið og heiðarlegt samtal við unglinga um kynlífið sem þau stunda, ekki það sem okkur finnst að þau ættu að stunda. Svara spurningunum sem þau hafa án þess að dæma þau eða valda þeim skömm og líka án þess að triggera þau sem eiga að baki erfiða reynslu. Skírlífisstefnan í kynfræðslu í Bandaríkjunum ætti að segja okkur allt sem þarf um áhrif þess að vera með boð og bönn. Ég held reyndar að það sé vel hægt að eiga þetta opna samtal um kynfræðslu án þess að ræða tækni. Umræðuefni eins og kyrkingar má t.d. tækla með að: Segja unglingunum að það sé ekkert að þeim eða rangt við að langa þetta. Staðsetja það innan BDSM og láta vita að það séu til samtök sem halda utan um hópinn, fræða og styðja. Ræða hversu miklu máli hugtökin samþykki og mörk skipta í þessu og segja þeim að það tekur langan tíma og mikla vinnu að ná fullum skilningi á þeim. Í BDSM er gífurlega mikil áhersla lögð á þetta og góðan undirbúning. Í ofanálag er góð þekking á partnernum þínum mikilvæg þegar mikill ákafi er í BDSM leik, svo þetta er ekkert til að prófa t.d. í skyndikynnum. Láta vita að það sé líka í lagi að langa þetta ekki og það þýði ekki að fólk sé ekki nógu ævintýragjarnt eða skemmtilegt í kynlífi. Hvort það þýði að það eigi eða megi ekki kenna tækni í kynfræðslu ætla ég ekki að dæma um. Sjálfsagt er það misjafnt og fer eftir aðstæðum. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt að staldra við og hugsa það vel. Það á líka við um þau sem hafa áralanga reynslu og mikla menntun, ekkert okkar er óskeikult. Til umhugsunar: Gæti verið að kinký unglingurinn í hópnum græði meira á að heyra stöfunum B D S og M skeytt saman en að fá kennslu í tækni? Eða gæti orðið til falskt öryggi ef unglingar telja sig kunna eitthvað sem þarf í raun mikla æfingu fyrir, eins og t.d. kyrkingar? Mainstream klám, það klám sem börn og unglingar hafa aðgang að ókeypis, er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og t.d. oftast mun grófara en BDSM klám. Íslenskir unglingsstrákar horfa mikið á klám og það hefur áhrif á hvernig þeir upplifa hvers sé vænst af þeim í kynlífi. Þetta vitum við vegna þess að það hefur verið rannsakað. Skilaboðin sem þeir fá þar eru röng. Mjög röng. Að ofbeldi eigi heima í kynlífi, að valdbeiting án raunverulegs samþykkis eigi heima í kynlífi. Að þeir séu flottir, heitir, töff eða alvöru karlmenn ef þeir beita annað fólk valdi, ofbeldi! Kannski er þetta sérstaklega vandi meðal sískynja, gagnkynhneigðs fólks, kannski ekki. Staðreyndin er í öllu falli sú að það eru fullt af stelpum að stunda kynlíf með þessum strákum. Stelpum sem hefur verið kennt alla ævi að vera kurteisar og segja já en ekki nei. Þær læra að þær séu heitar ef þær eru þjónandi í kynlífi og leyfa strákum það sem þeir vilja. Samspil þessarra þátta er hættulegt. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að stelpur geti aldrei gefið samþykki sitt fyrir kinki, fílað það og viljað. Að halda öðru fram gerir lítið úr okkur öllum. Það þýðir hins vegar að það er ekki alltaf einfalt og að það eru ekki bara BDSM hneigð eða kink elskandi ungmenni sem eru að stunda kyrkingar. Það eru líka þau sem telja það vera leið til að uppfylla sín kynjahlutverk og eru í vanda, þurfa hjálp og stuðning fullorðna fólksins í samfélaginu. Til umhugsunar: Gæti verið að stutt umfjöllun um kyrkingar verði til þess að unglingar sem halda fyrir að þetta sé partur af þeirra hlutverki í kynlífi, álíti það vera staðfestingu á því? Ábyrgðina á þessu er hins vegar algerlega óásættanlegt að setja á BDSM hneigt fólk eða nokkurn annan minnihluta hóp. Þau hafa í gegnum tíðina verið látin burðast um með mikla skömm fyrir hver þau eru. Þeirra langanir dæmdar rangar eða jafnvel ógeðslegar. Undanfarin ár hefur margt kinký fólk, BDSM hneigt og mörg önnur sem hafa gegnum tíðina verið útskúfað úr því sem meginstraumur fólks álítur æskilegt kynlíf, loksins upplifað að þau séu tekin í einhverja sátt og eigi sinn tilverurétt. Það er því svo ótrúlega mikilvægt að taka ekki skref til baka í þeim málum, við megum ekki reka fólk aftur inn í skápinn, inn í skömmina. Það má fíla að láta kyrkja sig. Það má vera sub og það má vera dom og sennilega eru fá sem skilja samþykki jafn vel og þau sem stunda gott BDSM. Fólkið sem tilheyrir samtökum með einkunnarorðin – Öruggt – Meðvitað – Samþykkt. Það er algerlega óásættanlegt að BDSM hneigð ungmenni gangi með skömm í hjarta út úr kennslu, hvort sem það er kynfræðsla, kynjafræði eða danska. Kyrkingar, bindingar, leikur með vald og fleira hefur verið hluti af kynlífi sumra lengi, kannski alltaf. Það er ekki tilkomið með klámi. Klámiðnaðurinn hefur þó á undanförnum árum tekið það, gert sér úr því gífurlega fjármuni og um leið mótað menningu okkar á hátt sem ekki á fordæmi. Það sem iðnaðurinn tók hins vegar ekki með, er samþykki, virðing og öryggi enda er það tímafrekt og kostar peninga í stað þess að búa þá til. Sökin liggur þar. Það er gott að við séum að tala um þetta, en tilfinningalegt öryggi fólks í viðkvæmri stöðu er hár fórnarkostnaður. Ég vona því að þau sem hafa tekist á, Hanna Björg, María og Sigga Dögg og öll þau sem taka þátt í umræðunni, hlusti á skoðanir og sjónarmið þeirra sem eru ósammála. Ég vona að reynslan og menntunin skili þeim þori til að að skoða í fullri einlægni hvort eitthvað mætti betur fara hjá þeim sjálfum. Vegna þess að ef við öll lærum ekki af þessari hörðu og erfiðu umræðu var þessi fórnarkostnaður alltof hár. Höfundur er doktorsnemi í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Kynlíf Grunnskólar Framhaldsskólar Klám Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman Þá án þess að hún fylli þau skömm eða rífi upp sárin sem þau eru að reyna að græða. Til þess að það megi verða held ég að öll sem koma að þessu máli þurfi að hlusta á hvert annað og endurskoða sína afstöðu að einhverju leyti. Það er mikilvægt að eiga opið og heiðarlegt samtal við unglinga um kynlífið sem þau stunda, ekki það sem okkur finnst að þau ættu að stunda. Svara spurningunum sem þau hafa án þess að dæma þau eða valda þeim skömm og líka án þess að triggera þau sem eiga að baki erfiða reynslu. Skírlífisstefnan í kynfræðslu í Bandaríkjunum ætti að segja okkur allt sem þarf um áhrif þess að vera með boð og bönn. Ég held reyndar að það sé vel hægt að eiga þetta opna samtal um kynfræðslu án þess að ræða tækni. Umræðuefni eins og kyrkingar má t.d. tækla með að: Segja unglingunum að það sé ekkert að þeim eða rangt við að langa þetta. Staðsetja það innan BDSM og láta vita að það séu til samtök sem halda utan um hópinn, fræða og styðja. Ræða hversu miklu máli hugtökin samþykki og mörk skipta í þessu og segja þeim að það tekur langan tíma og mikla vinnu að ná fullum skilningi á þeim. Í BDSM er gífurlega mikil áhersla lögð á þetta og góðan undirbúning. Í ofanálag er góð þekking á partnernum þínum mikilvæg þegar mikill ákafi er í BDSM leik, svo þetta er ekkert til að prófa t.d. í skyndikynnum. Láta vita að það sé líka í lagi að langa þetta ekki og það þýði ekki að fólk sé ekki nógu ævintýragjarnt eða skemmtilegt í kynlífi. Hvort það þýði að það eigi eða megi ekki kenna tækni í kynfræðslu ætla ég ekki að dæma um. Sjálfsagt er það misjafnt og fer eftir aðstæðum. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt að staldra við og hugsa það vel. Það á líka við um þau sem hafa áralanga reynslu og mikla menntun, ekkert okkar er óskeikult. Til umhugsunar: Gæti verið að kinký unglingurinn í hópnum græði meira á að heyra stöfunum B D S og M skeytt saman en að fá kennslu í tækni? Eða gæti orðið til falskt öryggi ef unglingar telja sig kunna eitthvað sem þarf í raun mikla æfingu fyrir, eins og t.d. kyrkingar? Mainstream klám, það klám sem börn og unglingar hafa aðgang að ókeypis, er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og t.d. oftast mun grófara en BDSM klám. Íslenskir unglingsstrákar horfa mikið á klám og það hefur áhrif á hvernig þeir upplifa hvers sé vænst af þeim í kynlífi. Þetta vitum við vegna þess að það hefur verið rannsakað. Skilaboðin sem þeir fá þar eru röng. Mjög röng. Að ofbeldi eigi heima í kynlífi, að valdbeiting án raunverulegs samþykkis eigi heima í kynlífi. Að þeir séu flottir, heitir, töff eða alvöru karlmenn ef þeir beita annað fólk valdi, ofbeldi! Kannski er þetta sérstaklega vandi meðal sískynja, gagnkynhneigðs fólks, kannski ekki. Staðreyndin er í öllu falli sú að það eru fullt af stelpum að stunda kynlíf með þessum strákum. Stelpum sem hefur verið kennt alla ævi að vera kurteisar og segja já en ekki nei. Þær læra að þær séu heitar ef þær eru þjónandi í kynlífi og leyfa strákum það sem þeir vilja. Samspil þessarra þátta er hættulegt. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að stelpur geti aldrei gefið samþykki sitt fyrir kinki, fílað það og viljað. Að halda öðru fram gerir lítið úr okkur öllum. Það þýðir hins vegar að það er ekki alltaf einfalt og að það eru ekki bara BDSM hneigð eða kink elskandi ungmenni sem eru að stunda kyrkingar. Það eru líka þau sem telja það vera leið til að uppfylla sín kynjahlutverk og eru í vanda, þurfa hjálp og stuðning fullorðna fólksins í samfélaginu. Til umhugsunar: Gæti verið að stutt umfjöllun um kyrkingar verði til þess að unglingar sem halda fyrir að þetta sé partur af þeirra hlutverki í kynlífi, álíti það vera staðfestingu á því? Ábyrgðina á þessu er hins vegar algerlega óásættanlegt að setja á BDSM hneigt fólk eða nokkurn annan minnihluta hóp. Þau hafa í gegnum tíðina verið látin burðast um með mikla skömm fyrir hver þau eru. Þeirra langanir dæmdar rangar eða jafnvel ógeðslegar. Undanfarin ár hefur margt kinký fólk, BDSM hneigt og mörg önnur sem hafa gegnum tíðina verið útskúfað úr því sem meginstraumur fólks álítur æskilegt kynlíf, loksins upplifað að þau séu tekin í einhverja sátt og eigi sinn tilverurétt. Það er því svo ótrúlega mikilvægt að taka ekki skref til baka í þeim málum, við megum ekki reka fólk aftur inn í skápinn, inn í skömmina. Það má fíla að láta kyrkja sig. Það má vera sub og það má vera dom og sennilega eru fá sem skilja samþykki jafn vel og þau sem stunda gott BDSM. Fólkið sem tilheyrir samtökum með einkunnarorðin – Öruggt – Meðvitað – Samþykkt. Það er algerlega óásættanlegt að BDSM hneigð ungmenni gangi með skömm í hjarta út úr kennslu, hvort sem það er kynfræðsla, kynjafræði eða danska. Kyrkingar, bindingar, leikur með vald og fleira hefur verið hluti af kynlífi sumra lengi, kannski alltaf. Það er ekki tilkomið með klámi. Klámiðnaðurinn hefur þó á undanförnum árum tekið það, gert sér úr því gífurlega fjármuni og um leið mótað menningu okkar á hátt sem ekki á fordæmi. Það sem iðnaðurinn tók hins vegar ekki með, er samþykki, virðing og öryggi enda er það tímafrekt og kostar peninga í stað þess að búa þá til. Sökin liggur þar. Það er gott að við séum að tala um þetta, en tilfinningalegt öryggi fólks í viðkvæmri stöðu er hár fórnarkostnaður. Ég vona því að þau sem hafa tekist á, Hanna Björg, María og Sigga Dögg og öll þau sem taka þátt í umræðunni, hlusti á skoðanir og sjónarmið þeirra sem eru ósammála. Ég vona að reynslan og menntunin skili þeim þori til að að skoða í fullri einlægni hvort eitthvað mætti betur fara hjá þeim sjálfum. Vegna þess að ef við öll lærum ekki af þessari hörðu og erfiðu umræðu var þessi fórnarkostnaður alltof hár. Höfundur er doktorsnemi í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun