Emma Raducanu: Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 10:31 Emma Raducanu hefur ekki alveg náð að fylgja eftir sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu. EPA-EFE/JAMES GOURLEY Emma Raducanu sló óvænt í gegn aðeins átján ára gömul þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis í fyrra og varð um leið á augabragði ein stærsta íþróttastjarna Breta. Nú er hún að kynnast óhugnanlegu hliðum frægðarinnar. Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám. Tennis Bretland Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám.
Tennis Bretland Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira