Norsku meistararnir fengu Svövu sem er laus úr franskri prísund Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 15:30 Svava Rós Guðmundsdóttir með Brann-treyjuna sem hún mun klæðast á komandi leiktíð. Brann.no Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir samning við norsku meistarana í Brann. Samningurinn gildir út þetta ár en er með möguleika á eins árs framlengingu. Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken. Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Sjá meira
Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken.
Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Sjá meira
Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38