Sérsamböndin ekki fengið krónu vegna Covid og Hannes krefur stjórnvöld um svör á morgun Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2022 10:00 Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambandsins, kallar eftir frekari stuðningi frá ríkinu vegna þess kostnaðar og tekjufalls sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft fyrir sérsambönd ÍSÍ sem meðal annars halda úti landsliðum Íslands. Getty/Mike Kireev Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikil vonbrigði að stjórnvöld hafi enn ekki varið krónu aukalega til stuðnings við sérsambönd ÍSÍ vegna afleiðinga sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft. Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes. Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes.
Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum