„Egilsstaðasamþykktir“ í stjórn SÁÁ Birgir Dýrfjörð skrifar 3. febrúar 2022 14:30 Í bók sinni Mannþekking, skrifar Símn Jóh. Ágústsson, sálfræðingur um múgsefjun. Þar vísar hann til (bls. 388) , að; manneskju í múg vex sjálfsálit. Hún finnur til krafta sinna og þykir sér allir vegir færir. Hún fyllist ofstæki, hún er svo sannfærð um réttmæti málstaðar síns, að ekki hvarflar að henni efi. Hún sýnir þeim fulla ósanngirni, sem ekki eru henni sammála. Sem dæmi um múgsefjun vitnar Símon Jóhann til fundar prestafélags Austurlands á Egilsstöðum. (Mþ. bls.389.) Á þeim fundi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftirfarandi tillaga. „Sú venja hefur farið hér mjög í vöxt, að karlar og konur taki upp sambúð og eigi börn saman án þess að giftast. Með því að þetta er ekki einasta andstætt kristnum sið, heldur og til þess fallið að leiða ófarnað yfir einstaklinga, sem eiga hér hlut að máli, vill aðalfundur prestafélags Austurlands beina eindreginni áskorun til löggjafarvaldsins um, að það setji hið bráðasta lög, sem feli í sér viðurlög við slíku framferði.“ Hafa ber í huga að þessi tillaga um að Alþingi setji lög, sem banni fæðingu lausa-leiksbarna, hún var einhuga uppskera af tveggja daga hópsefjun háskólamenntaðra karla. Eftir fundinn á Egilsstöðum voru veruleikafirrtar samþykktir oft kallaðar, Egilsstaðasamþykktir. Einstaklingar og múgur Hópur einstaklinga er ekki múgur. Hópur, sem sameinast í sterkri tilfinningu og geðshræringu, sem varpast frá manni til manns, hann breytist í múg. Hann stjórnast af frumstæðum tilfinningum, - mænuviðbrögðum, - ekki skynsemi og hugsun. Þá verður til múgsefjun þar sem skynsemi veitir litla vörn. Skorti svo hópinn hæfa forystu þá getur hann virkað eins og „samansafn fífla einna.“ (Mþ. Bls.389) Óhæf forysta SÁÁ Frásögn sálfræðingsins Símonar Jóhanns um sefjun og veruleikafirringu prestanna komu mér í huga þegar ég las fréttir af fundi aðalstjórnar SÁÁ. Sá fundur var veruleikafirrtur. Hann var haldinn til að bregðast við ásökunum Sjúkratrygginga Íslands (sk,st. SÍ) um meint stórkostlegt svindl og misferli stjórnenda SÁÁ með almannafé. Kröfur SÍ 1. SÁÁ er krafið um endurgreiðslu á 3.801 tilhæfulausum reikningum, alls rúmar 36 milljónir. 2. SÁÁ er krafið um endurgreiðslu vegna lokunar staðþjónustu. Kr. 29.882 milljónir. 3. SÁÁ er endurkrafið vegna unglingadeildar SÁÁ. Kr.108.565. Milljónir. Samtals krefjast SÍ að SÁÁ endurgreiði meint oftekið almannafé. kr. 174.520 milljónum. Þessum kröfum til viðbótar tilkynnti SÍ að búið væri að kæra SÁÁ til héraðssaksóknara. Einnig til persónunefndar, og málið hafi verið tilkynnt til embættis landlæknis. Samansafn fífla einna Framkvæmdastjórn SÁÁ brást við erindi SÍ eins og „samansafn fífla einna“. Stjórnin afgreiddi ákærur SÍ í algjörri afneitun, eins og illa farnir alkóhólistar. Hún blés á öll erindi, sagði bara, að um misskilning SÍ væri að ræða. Hún sakaði SÍ um ómálefnalegar rangfærslur. Hún sakaði SÍ um alvarleg brot á lögum um persónuvernd. Hún sakaði SÍ um gildishlaðnar ósæmilegar ásakanir, sem ekki væru sæmandi opinberu stjórnvaldi. Hún sagði að SÍ væru að refsa SÁÁ og starfsfólkið væri miður sín. Það örlaði hvergi á efnislegri vitrænni umræðu. Bara skætingi og skítkasti. Egilsstaðasamþykkt aðalstjórnar 4. jan 48 manna aðalstjórn SÁÁ kom saman 4. janúar, að ræða þann vanda, sem ófyrirleitnir stjórnendur á sjúkrahúsinu Vogi höfðu vafið samtökin í, og hvernig væri gerlegt að mæta þeim heimagerða vanda. Því miður féll stjórnin í sama pyttinn og prestarnir á Egilsstöðum, sem samþykktu að skora á Alþingi að setja lög um refsingar fólks, sem ól af sér lausaleiksbörn. Stjórninni auðnaðist ekki að vera sjálfstæðir einstaklingar. Í sterkri tilfinningu og geðshræringu, sem varpaðist frá manni til manns sefjaðist hún og umbreyttist í múg, sem upplifði það sem tilgang sinn að verja félaga sína í framkvæmdastjórninni. Að afneita framlögðum staðreyndum. Til staðfestu um múgsefjun vil ég nefna sem dæmi, að á fundinum voru m.a. ríkissaksóknari, fyrrverandi borgarstjóri, og að auki þekkt fjölmiðlafólk, og margir fleiri, sem hafa fulla færni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Allt þetta fólk hafði fyrir framan sig ýtarlega skýrslu SÍ með ákærum og ásökunum á SÁÁ. Öll vissu þau að alþjóð voru ljós ákærð afbrot stjórnarinnar, sem hún gat ekki borið af sér. Samt lýsti það fullum stuðningi við framkvæmdastjórn og skítkast hennar í garð SÍ. Múgsefjunin í aðalstjórninni Ég leyfi mér að fullyrða, að fæst af þessu fólki hefði samþykkt blinda traustsyfirlýsingu á framkvæmdastjórn hefði það verið eitt og sér og lesið skýrslu SÍ. Því birtist það alþjóð sem múgur þar sem hver sefjast af öðrum eins og prestarnir á Egilsstöðum. Nú spyrjum við í SÁÁ. Í hverra hendur eru samtökin okkar og dýrmætt starf þeirra komin? Mun þetta fólk smala liði á aðalfund, eða mun það þekkja sóma sinn og láta SÁÁ í friði? Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ólga innan SÁÁ Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni Mannþekking, skrifar Símn Jóh. Ágústsson, sálfræðingur um múgsefjun. Þar vísar hann til (bls. 388) , að; manneskju í múg vex sjálfsálit. Hún finnur til krafta sinna og þykir sér allir vegir færir. Hún fyllist ofstæki, hún er svo sannfærð um réttmæti málstaðar síns, að ekki hvarflar að henni efi. Hún sýnir þeim fulla ósanngirni, sem ekki eru henni sammála. Sem dæmi um múgsefjun vitnar Símon Jóhann til fundar prestafélags Austurlands á Egilsstöðum. (Mþ. bls.389.) Á þeim fundi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftirfarandi tillaga. „Sú venja hefur farið hér mjög í vöxt, að karlar og konur taki upp sambúð og eigi börn saman án þess að giftast. Með því að þetta er ekki einasta andstætt kristnum sið, heldur og til þess fallið að leiða ófarnað yfir einstaklinga, sem eiga hér hlut að máli, vill aðalfundur prestafélags Austurlands beina eindreginni áskorun til löggjafarvaldsins um, að það setji hið bráðasta lög, sem feli í sér viðurlög við slíku framferði.“ Hafa ber í huga að þessi tillaga um að Alþingi setji lög, sem banni fæðingu lausa-leiksbarna, hún var einhuga uppskera af tveggja daga hópsefjun háskólamenntaðra karla. Eftir fundinn á Egilsstöðum voru veruleikafirrtar samþykktir oft kallaðar, Egilsstaðasamþykktir. Einstaklingar og múgur Hópur einstaklinga er ekki múgur. Hópur, sem sameinast í sterkri tilfinningu og geðshræringu, sem varpast frá manni til manns, hann breytist í múg. Hann stjórnast af frumstæðum tilfinningum, - mænuviðbrögðum, - ekki skynsemi og hugsun. Þá verður til múgsefjun þar sem skynsemi veitir litla vörn. Skorti svo hópinn hæfa forystu þá getur hann virkað eins og „samansafn fífla einna.“ (Mþ. Bls.389) Óhæf forysta SÁÁ Frásögn sálfræðingsins Símonar Jóhanns um sefjun og veruleikafirringu prestanna komu mér í huga þegar ég las fréttir af fundi aðalstjórnar SÁÁ. Sá fundur var veruleikafirrtur. Hann var haldinn til að bregðast við ásökunum Sjúkratrygginga Íslands (sk,st. SÍ) um meint stórkostlegt svindl og misferli stjórnenda SÁÁ með almannafé. Kröfur SÍ 1. SÁÁ er krafið um endurgreiðslu á 3.801 tilhæfulausum reikningum, alls rúmar 36 milljónir. 2. SÁÁ er krafið um endurgreiðslu vegna lokunar staðþjónustu. Kr. 29.882 milljónir. 3. SÁÁ er endurkrafið vegna unglingadeildar SÁÁ. Kr.108.565. Milljónir. Samtals krefjast SÍ að SÁÁ endurgreiði meint oftekið almannafé. kr. 174.520 milljónum. Þessum kröfum til viðbótar tilkynnti SÍ að búið væri að kæra SÁÁ til héraðssaksóknara. Einnig til persónunefndar, og málið hafi verið tilkynnt til embættis landlæknis. Samansafn fífla einna Framkvæmdastjórn SÁÁ brást við erindi SÍ eins og „samansafn fífla einna“. Stjórnin afgreiddi ákærur SÍ í algjörri afneitun, eins og illa farnir alkóhólistar. Hún blés á öll erindi, sagði bara, að um misskilning SÍ væri að ræða. Hún sakaði SÍ um ómálefnalegar rangfærslur. Hún sakaði SÍ um alvarleg brot á lögum um persónuvernd. Hún sakaði SÍ um gildishlaðnar ósæmilegar ásakanir, sem ekki væru sæmandi opinberu stjórnvaldi. Hún sagði að SÍ væru að refsa SÁÁ og starfsfólkið væri miður sín. Það örlaði hvergi á efnislegri vitrænni umræðu. Bara skætingi og skítkasti. Egilsstaðasamþykkt aðalstjórnar 4. jan 48 manna aðalstjórn SÁÁ kom saman 4. janúar, að ræða þann vanda, sem ófyrirleitnir stjórnendur á sjúkrahúsinu Vogi höfðu vafið samtökin í, og hvernig væri gerlegt að mæta þeim heimagerða vanda. Því miður féll stjórnin í sama pyttinn og prestarnir á Egilsstöðum, sem samþykktu að skora á Alþingi að setja lög um refsingar fólks, sem ól af sér lausaleiksbörn. Stjórninni auðnaðist ekki að vera sjálfstæðir einstaklingar. Í sterkri tilfinningu og geðshræringu, sem varpaðist frá manni til manns sefjaðist hún og umbreyttist í múg, sem upplifði það sem tilgang sinn að verja félaga sína í framkvæmdastjórninni. Að afneita framlögðum staðreyndum. Til staðfestu um múgsefjun vil ég nefna sem dæmi, að á fundinum voru m.a. ríkissaksóknari, fyrrverandi borgarstjóri, og að auki þekkt fjölmiðlafólk, og margir fleiri, sem hafa fulla færni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Allt þetta fólk hafði fyrir framan sig ýtarlega skýrslu SÍ með ákærum og ásökunum á SÁÁ. Öll vissu þau að alþjóð voru ljós ákærð afbrot stjórnarinnar, sem hún gat ekki borið af sér. Samt lýsti það fullum stuðningi við framkvæmdastjórn og skítkast hennar í garð SÍ. Múgsefjunin í aðalstjórninni Ég leyfi mér að fullyrða, að fæst af þessu fólki hefði samþykkt blinda traustsyfirlýsingu á framkvæmdastjórn hefði það verið eitt og sér og lesið skýrslu SÍ. Því birtist það alþjóð sem múgur þar sem hver sefjast af öðrum eins og prestarnir á Egilsstöðum. Nú spyrjum við í SÁÁ. Í hverra hendur eru samtökin okkar og dýrmætt starf þeirra komin? Mun þetta fólk smala liði á aðalfund, eða mun það þekkja sóma sinn og láta SÁÁ í friði? Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar