Kaupmáttur eða fleiri krónur? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun