Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 12:01 Leitað verður að fólkinu sem var um borð í vélinni á botni vatnsins og í kring um það í dag. vísir/arnar Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent