Hólmbert lánaður til Lilleström: Finnst ég hafa verið svolítið óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 08:44 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn í gult því hann mun spila með norska liðinu Lilleström í sumar. lsk.no Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í gær frá samningi við Lilleström en norska félagið fær hann á láni frá þýska liðinu Holstein Kiel. Hann bætist því í hóp fjölmarga íslenskra leikmanna Lilleström . Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði. Norski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði.
Norski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira