Loftslagsmálin hafa forgang Gunnar Valur Gíslason skrifar 9. febrúar 2022 08:01 Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Loftslagsmál Sorpa Strætó Samgöngur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun