Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 06:37 Endurheimt vélarinnar og líkamsleifa þeirra sem voru um borð kallar á mikinn viðbúnað við og á vatninu. Vísir/Vilhelm Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þarf allur búnaður að vera kominn á staðinn og uppsetningu að ljúka fyrir fimmtudag. Vonir standa til þess að á fimmtudag og föstudag geri betra veður til að ráðast í aðgerðir. Ísröst sé farin að myndast með bökkum vatnsins og finna þurfi hentugan stað til „sjósetningar“ pramma sem notaðir verða á vatninu. Á búnaðarlistanum eru meðal annars; aðstaða fyrir stjórnun og fjarskipti, aðstaða fyrir kafara fyrir búnað og utanumhald, aðstöðugámur fyrir fataskipti kafara, færanleg ljósavél í fullri stærð, tveir prammar, matur, vinnubúðir með starfsmannaaðstöðu, snyrtingar og snjóruðningstæki. Þá er ótalinn sérstakur búnaður til köfunar. „Auk daglegs stöðufundar með þeim sem að aðgerðinni koma var fundað með sérfræðingum í umhverfismálum og Brunavörnum Árnessýslu vegna hættu á mengun við aðgerðirnar. Þá var farið yfir sameiginlega rannsóknaráætlun lögreglu og RNSA á flakinu og nauðsynlegar aðgerðir tímasettar í ferlinu með stjórnendum kafara. Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps annarsvegar og þjóðgarðsverði hins vegar hefur verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir og umfang þeirra. Mögulegt er að umfang aðgerðanna leiði til tjóns á lággróðri og annarra ummerkja á bakka vatnisns einkum þar sem þungir prammar verða settir út. Lagfæringar á því þurfa að bíða vors en reynt verður af fremsta megni að komast hjá því að eftir verði nokkur ummerki um aðgerðirnar. Lögregluvakt verður á vettvangi frá því uppsetning hefst og þar til aðgerðum er lokið,“ segir í tilkynningu lögreglu. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þarf allur búnaður að vera kominn á staðinn og uppsetningu að ljúka fyrir fimmtudag. Vonir standa til þess að á fimmtudag og föstudag geri betra veður til að ráðast í aðgerðir. Ísröst sé farin að myndast með bökkum vatnsins og finna þurfi hentugan stað til „sjósetningar“ pramma sem notaðir verða á vatninu. Á búnaðarlistanum eru meðal annars; aðstaða fyrir stjórnun og fjarskipti, aðstaða fyrir kafara fyrir búnað og utanumhald, aðstöðugámur fyrir fataskipti kafara, færanleg ljósavél í fullri stærð, tveir prammar, matur, vinnubúðir með starfsmannaaðstöðu, snyrtingar og snjóruðningstæki. Þá er ótalinn sérstakur búnaður til köfunar. „Auk daglegs stöðufundar með þeim sem að aðgerðinni koma var fundað með sérfræðingum í umhverfismálum og Brunavörnum Árnessýslu vegna hættu á mengun við aðgerðirnar. Þá var farið yfir sameiginlega rannsóknaráætlun lögreglu og RNSA á flakinu og nauðsynlegar aðgerðir tímasettar í ferlinu með stjórnendum kafara. Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps annarsvegar og þjóðgarðsverði hins vegar hefur verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir og umfang þeirra. Mögulegt er að umfang aðgerðanna leiði til tjóns á lággróðri og annarra ummerkja á bakka vatnisns einkum þar sem þungir prammar verða settir út. Lagfæringar á því þurfa að bíða vors en reynt verður af fremsta megni að komast hjá því að eftir verði nokkur ummerki um aðgerðirnar. Lögregluvakt verður á vettvangi frá því uppsetning hefst og þar til aðgerðum er lokið,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira