Tók leynileg gögn með sér til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2022 23:40 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa ítrekað brotið lög um opinber gögn og varðveislu þeirra. Meðal annars með því að rífa skjöl eftir að hafa lesið þau. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Þetta kemur fram í frétt Washington Post en þar segir að vera flutningur leynilegra gagna til Flórída, þar sem Trump býr, muni auka á möguleg lagaleg vandræði hans vegna meðferða opinberra gagna sem hefðu samkvæmt lögum átt að enda hjá Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Heimildarmenn Washington Post segja ekki ljóst hve mikið af leynilegum gögnum voru í þeim fimmtán kössum af skjölum og öðru sem starfsmenn Þjóðskjalasafnsins sóttu nýverið til Flórída. Hins vegar hafi sum skjölin verið merkt sem mjög viðkvæm og hefðu samkvæmt lögum einungis átt að vera aðgengileg fáeinum háttsettum embættismönnum. Fram kom í gær að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins báðu dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna nýverið að rannsaka málið en það var eftir að gögnin leynilegu uppgötvuðust. Sjá einnig: Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Einnig hefur komið í ljós að Trump var gjarn á að rífa skjöl sem hann las og hafa starfsmenn skjalasafnsins þurft að líma margar blaðsíður saman eftir að Trump steig úr embætti. Hann var einnig gjarn á það að taka leynileg gögn með sér í híbýli sín í Hvíta húsinu þar sem þau söfnuðust oft upp. Heimildarmenn Washington Post úr búðum Trumps segja hann hafa farið leynt með gögnin þegar hann pakkaði þeim í Flórída í síðasta mánuði. Hann hafi ekki leyft öðrum að sjá þau. Einn heimildarmaður segir að líklega hafi einhver af þeim skjölum sem Trump tók með sér í híbýli sín endað í kössum sem fluttir voru úr Hvíta húsinu og til Flórída. Eftirlits- og skipulagsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem leidd er af Demókrötum, hefur tekið gagnameðferð Trumps til skoðunnar, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þvertekur fyrir að hafa sturtað skjölum niður Maggie Haberman, blaðakona New York Times, er að gefa út bók um Trump og forsetatíð hans. Í dag sagði hún svo frá því að í bókinni kæmi fram að starfsmenn Hvíta hússins hefðu nokkrum sinnum fundið pappír í stífluðu klósetti í byggingunni. Þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að Trump hefði sturtað niður skjölum sem hann hefði rifið eftir lestur. Here's some reporting from the book's later years - White House residence staff periodically found papers had clogged a toilet, leaving staff believing Trump had flushed material he'd ripped into pieces https://t.co/ECgj0IL48Q— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 10, 2022 Í tilkynningu sem Trump sendi frá sér í dag þvertekur hann fyrir að þetta sé satt. Hann segir Haberman vera að ljúga til að kynna bók sína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Washington Post en þar segir að vera flutningur leynilegra gagna til Flórída, þar sem Trump býr, muni auka á möguleg lagaleg vandræði hans vegna meðferða opinberra gagna sem hefðu samkvæmt lögum átt að enda hjá Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Heimildarmenn Washington Post segja ekki ljóst hve mikið af leynilegum gögnum voru í þeim fimmtán kössum af skjölum og öðru sem starfsmenn Þjóðskjalasafnsins sóttu nýverið til Flórída. Hins vegar hafi sum skjölin verið merkt sem mjög viðkvæm og hefðu samkvæmt lögum einungis átt að vera aðgengileg fáeinum háttsettum embættismönnum. Fram kom í gær að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins báðu dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna nýverið að rannsaka málið en það var eftir að gögnin leynilegu uppgötvuðust. Sjá einnig: Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Einnig hefur komið í ljós að Trump var gjarn á að rífa skjöl sem hann las og hafa starfsmenn skjalasafnsins þurft að líma margar blaðsíður saman eftir að Trump steig úr embætti. Hann var einnig gjarn á það að taka leynileg gögn með sér í híbýli sín í Hvíta húsinu þar sem þau söfnuðust oft upp. Heimildarmenn Washington Post úr búðum Trumps segja hann hafa farið leynt með gögnin þegar hann pakkaði þeim í Flórída í síðasta mánuði. Hann hafi ekki leyft öðrum að sjá þau. Einn heimildarmaður segir að líklega hafi einhver af þeim skjölum sem Trump tók með sér í híbýli sín endað í kössum sem fluttir voru úr Hvíta húsinu og til Flórída. Eftirlits- og skipulagsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem leidd er af Demókrötum, hefur tekið gagnameðferð Trumps til skoðunnar, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þvertekur fyrir að hafa sturtað skjölum niður Maggie Haberman, blaðakona New York Times, er að gefa út bók um Trump og forsetatíð hans. Í dag sagði hún svo frá því að í bókinni kæmi fram að starfsmenn Hvíta hússins hefðu nokkrum sinnum fundið pappír í stífluðu klósetti í byggingunni. Þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að Trump hefði sturtað niður skjölum sem hann hefði rifið eftir lestur. Here's some reporting from the book's later years - White House residence staff periodically found papers had clogged a toilet, leaving staff believing Trump had flushed material he'd ripped into pieces https://t.co/ECgj0IL48Q— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 10, 2022 Í tilkynningu sem Trump sendi frá sér í dag þvertekur hann fyrir að þetta sé satt. Hann segir Haberman vera að ljúga til að kynna bók sína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01