Verbúðin er enn okkar saga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 07:00 Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun