Styrkt staða brotaþola Sævar Þór Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:31 Á síðustu vikum og mánuðum hafa kynferðisbrot og tjáningarfrelsið mikið verið í umræðunni. Hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá brotum sem þær hafa orðið fyrir og þau brot sem mesta umfjöllun hafa fengið hafa meintir gerendur verið „stórir karlar í samfélaginu“ eða menn með völd. Það sem hefur einkennt umræðuna fyrir utan brotin sjálf er sú leið sem hefur verið farin til þess að greina frá meintum brotum en með tilkomu internetsins og þá ekki síst samfélagsmiðlum er nú mun auðveldara en áður að koma upplýsingum á framfæri. Við höfum séð það síðustu vikur að það hefur færst í aukana að greina frá meintum brotum á slíkum miðlum, allt í skjóli tjáningarfrelsisins sem er lögfest í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Það sem jafnframt hefur vakið athygli er sú staðreynd að flest þeirra mála sem hafa verið í umræðunni hafa ekki verið kærð. Vaknar þá upp sú spurning hvers vegna brotin hafa ekki verið kærð til lögreglu þar sem á Íslandi er réttarríki og er það hlutverk dómstóla að dæma einstaklinga seka eða saklausa. Það er því miður sannleikurinn að lág tíðni tilkynntra kynferðisbrota endar með sakfellingu. Þá er einungis um að ræða þau brot sem eru yfir höfuð tilkynnt og eru ákærð en falla ekki niður við rannsókn málsins. Því að staðreyndin er sú að kynferðisbrotamál eru erfið í sönnun, enda oftar en ekki eru einungis um að ræða orð gegn orði og allan vafa um sekt sakbornings ber að túlka honum í hag. Er það meginsjónarmið í sakamálaréttarfari að framburður eins vitnis gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar og líkt og Stígamót hafi vakið athygli á síðustu daga þá er þolandi kynferðisbrots einungis vitni í sínu máli. Verður framburðurinn að eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins en ekki er fast í hendi hvaða gögn nægi þar til. Sé litið til þeirra þungu sönnunarbyrði sem er í kynferðisbrotamálum þá kemur það lítið á óvart hversu mörg brot eru framin miðað við þau sem við sjáum á borði lögreglu og þess þá heldur hjá dómstólum landsins. Samkvæmt könnun frá árinu 2014 þar sem rætt var við 42.000 konur frá ESB löndunum, hafði þriðjungur þeirra orðið fyrir líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi eftir 15 ára aldur. Niðurstöðurnar voru og eru sláandi og sýnir okkur að málafjöldi innan réttarvörslukerfisins endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu kvenna. Sé litið til alls ofangreinds þá kemur það lítið á óvart að konur ákveði að fara þá leið að greina frá meintum brotum frekar opinberlega heldur en að kæra þau. Eflaust er það hluti af bataferli brotaþola að greina opinberlega frá málum og setja það í hendur samfélagsins að dæma gerendur. Það eru þó önnur úrræði til þess að styrkja bataferli brotaþola sem notast er við í löndum í kringum okkur og vert væri að skoða. Fyrst ber að nefna að brotaþoli verði aðili að máli og tryggja þar með að hann fái rödd í sínu máli. Annað úrræði er sáttamiðlun, en í sáttamiðlun hittast gerandi og brotaþoli ásamt hlutlausum sáttamiðlara. Sáttamiðlunin einblýnir þá fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni brotaþola og að vera sem aðhlynning fyrir hann ásamt því að vera vettvangur fyrir brotaþola til að ræða við geranda og spyrja þeirra spurninga sem þeir þrá svör við. Talið er að sáttamiðlun geti veitt brotaþola ákveðin málalok og hjálpi til við að bæta tilfinningalega skaðann sem oftar en ekki er talinn hafa verri áhrif heldur en líkamlegur skaði. Sáttamiðlun fer þó aldrei fram nema báðir aðilar samþykki það. Af umræðunni síðustu vikur og mánuði er ljóst að breytinga sé þörf svo þolendur kynferðisofbeldis treysti sér til að leggja mál sín í hendur lögreglu, ákæruvaldsins og dómstóla. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Kynferðisofbeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum og mánuðum hafa kynferðisbrot og tjáningarfrelsið mikið verið í umræðunni. Hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá brotum sem þær hafa orðið fyrir og þau brot sem mesta umfjöllun hafa fengið hafa meintir gerendur verið „stórir karlar í samfélaginu“ eða menn með völd. Það sem hefur einkennt umræðuna fyrir utan brotin sjálf er sú leið sem hefur verið farin til þess að greina frá meintum brotum en með tilkomu internetsins og þá ekki síst samfélagsmiðlum er nú mun auðveldara en áður að koma upplýsingum á framfæri. Við höfum séð það síðustu vikur að það hefur færst í aukana að greina frá meintum brotum á slíkum miðlum, allt í skjóli tjáningarfrelsisins sem er lögfest í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Það sem jafnframt hefur vakið athygli er sú staðreynd að flest þeirra mála sem hafa verið í umræðunni hafa ekki verið kærð. Vaknar þá upp sú spurning hvers vegna brotin hafa ekki verið kærð til lögreglu þar sem á Íslandi er réttarríki og er það hlutverk dómstóla að dæma einstaklinga seka eða saklausa. Það er því miður sannleikurinn að lág tíðni tilkynntra kynferðisbrota endar með sakfellingu. Þá er einungis um að ræða þau brot sem eru yfir höfuð tilkynnt og eru ákærð en falla ekki niður við rannsókn málsins. Því að staðreyndin er sú að kynferðisbrotamál eru erfið í sönnun, enda oftar en ekki eru einungis um að ræða orð gegn orði og allan vafa um sekt sakbornings ber að túlka honum í hag. Er það meginsjónarmið í sakamálaréttarfari að framburður eins vitnis gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar og líkt og Stígamót hafi vakið athygli á síðustu daga þá er þolandi kynferðisbrots einungis vitni í sínu máli. Verður framburðurinn að eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins en ekki er fast í hendi hvaða gögn nægi þar til. Sé litið til þeirra þungu sönnunarbyrði sem er í kynferðisbrotamálum þá kemur það lítið á óvart hversu mörg brot eru framin miðað við þau sem við sjáum á borði lögreglu og þess þá heldur hjá dómstólum landsins. Samkvæmt könnun frá árinu 2014 þar sem rætt var við 42.000 konur frá ESB löndunum, hafði þriðjungur þeirra orðið fyrir líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi eftir 15 ára aldur. Niðurstöðurnar voru og eru sláandi og sýnir okkur að málafjöldi innan réttarvörslukerfisins endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu kvenna. Sé litið til alls ofangreinds þá kemur það lítið á óvart að konur ákveði að fara þá leið að greina frá meintum brotum frekar opinberlega heldur en að kæra þau. Eflaust er það hluti af bataferli brotaþola að greina opinberlega frá málum og setja það í hendur samfélagsins að dæma gerendur. Það eru þó önnur úrræði til þess að styrkja bataferli brotaþola sem notast er við í löndum í kringum okkur og vert væri að skoða. Fyrst ber að nefna að brotaþoli verði aðili að máli og tryggja þar með að hann fái rödd í sínu máli. Annað úrræði er sáttamiðlun, en í sáttamiðlun hittast gerandi og brotaþoli ásamt hlutlausum sáttamiðlara. Sáttamiðlunin einblýnir þá fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni brotaþola og að vera sem aðhlynning fyrir hann ásamt því að vera vettvangur fyrir brotaþola til að ræða við geranda og spyrja þeirra spurninga sem þeir þrá svör við. Talið er að sáttamiðlun geti veitt brotaþola ákveðin málalok og hjálpi til við að bæta tilfinningalega skaðann sem oftar en ekki er talinn hafa verri áhrif heldur en líkamlegur skaði. Sáttamiðlun fer þó aldrei fram nema báðir aðilar samþykki það. Af umræðunni síðustu vikur og mánuði er ljóst að breytinga sé þörf svo þolendur kynferðisofbeldis treysti sér til að leggja mál sín í hendur lögreglu, ákæruvaldsins og dómstóla. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar