Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Samúel Karl Ólason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 15. febrúar 2022 10:18 Minnst tvær rannsóknir yfirvalda í New York snúa að því hvort forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi brotið af sér í gegnum árin. AP/Mark Lennihan Endurskoðunarfyrirtækið Mazars USA segist ekki lengur geta staðið við árlegar fjárhagsskýrslur sem fyrirtækið gaf út fyrir hönd Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í gögnum sem ríkissaksóknari New York, Letitia James, skilaði inn til dómstóla á dögunum en hún freistar þess nú að taka skýrslur af börnum Trump til að upplýsa um ákveðna þætti rannsóknar sinnar á Trump-fjármálaveldinu. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Mazar til Trump Org. segir að í ljósi upplýsinga frá saksóknaraembættinu, eigin innri rannsókn og upplýsinga sem fyrirtækinu hafa borist innan og utan frá, sé ljóst að ekki sé lengur hægt að reiða sig á það sem fram kemur í ársskýrslunum. Þessar skýrslur sem um ræðir eru frá 2011 til 2020. Þá tilkynntu forsvarsmenn Mazars Trump fyrr í mánuðinum að fyrirtækið væri hætt störfum fyrir forsetann fyrrverandi. Í frétt New York Times segir að um mikið högg fyrir Trump Org. sé að ræða. Áður hafi önnur fyrirtæki, eins og bankar, tryggingafélög og lögmannastofur slitið tengsl sín við Trump. Skýrslunar byggðu á upplýsingum sem fyrirtækið fékk frá Trump og Trump Org. Þær voru grundvöllur lánveitinga em Jones rannsakar hvort Trump hafi beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. Sjá einnig: Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hafi verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem ríkissaksóknari New York, Letitia James, skilaði inn til dómstóla á dögunum en hún freistar þess nú að taka skýrslur af börnum Trump til að upplýsa um ákveðna þætti rannsóknar sinnar á Trump-fjármálaveldinu. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Mazar til Trump Org. segir að í ljósi upplýsinga frá saksóknaraembættinu, eigin innri rannsókn og upplýsinga sem fyrirtækinu hafa borist innan og utan frá, sé ljóst að ekki sé lengur hægt að reiða sig á það sem fram kemur í ársskýrslunum. Þessar skýrslur sem um ræðir eru frá 2011 til 2020. Þá tilkynntu forsvarsmenn Mazars Trump fyrr í mánuðinum að fyrirtækið væri hætt störfum fyrir forsetann fyrrverandi. Í frétt New York Times segir að um mikið högg fyrir Trump Org. sé að ræða. Áður hafi önnur fyrirtæki, eins og bankar, tryggingafélög og lögmannastofur slitið tengsl sín við Trump. Skýrslunar byggðu á upplýsingum sem fyrirtækið fékk frá Trump og Trump Org. Þær voru grundvöllur lánveitinga em Jones rannsakar hvort Trump hafi beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. Sjá einnig: Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hafi verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira