Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2022 22:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að boða fjóra blaðamenn til yfirheyrslu í tengslum við fréttaumfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, er þeirra á meðal og sagði í gær að sakarefnið væri brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífsins. Þá hafi lögreglan tjáð honum að blaðamennirnir myndu hljóta réttarstöðu sakbornings. Fjármálaráðherra gerir athugasemdir við fréttaflutning um málið. Engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Vill hann meina að þetta sé ólíkt umfjöllun um önnur lögreglumál þar sem alla jafna sé sjónum beint að því hvað hinn grunaði kunni að hafa unnið til saka. Bjarni segir að umræðu um málefni skæruliðadeildarinnar svokölluðu hafi fram að þessu verið stjórnað af þeim sömu og eru nú til rannsóknar. „Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru getgátur um það hvað lögreglan muni mögulega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin getgátum um það. Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa fréttir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?“ spyr Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. Gagnrýnir frétt RÚV Bjarni gagnrýnir frétt RÚV í kvöld þar sem lögmaður lýsti því yfir að ef málið snerist um það sem blaðamennirnir hafi sjálfir sagt, væri nær útilokað að ákæra verði gefin út. „Þetta er áður en nokkur maður veit hvaða gögn lögreglan hefur eða hvaða spurninga hún leitar svörum við. Eru einhver fordæmi fyrir svona vinnubrögðum fréttastofu? Öll fréttin er að gefnum forsendum þeirra sem fengu símtal í gær. Hefði Ríkisútvarpið ekki mátt láta þess getið að sumir þeirra sem eru með kenningar um það hvað málið snýst hafa starfað á Ríkisútvarpinu. Hefði það ekki sýnt lágmarks viðleitni til að gæta hlutleysis í máli sem virðist á algjöru byrjunarstigi?“ skrifar fjármálaráðherra. Gerð krafa um að allir séu jafnir fyrir lögum Spyr Bjarni jafnframt hvort fjölmiðlamenn séu of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu. „Ef fjölmiðlamennirnir eiga þann lögvarða rétt sem þeir gefa sér að eigi við í þessu máli, að svara ekki spurningum lögreglunnar, vilja þeir þá ekki bara gera það, neita að svara. Er það mjög íþyngjandi? Meira íþyngjandi en almennir borgarar þurfa að þola í málum sem eru til rannsóknar lögreglu?“ Hafa beri í huga að sum mál séu felld niður, önnur fari í ákæru og ekki alltaf sakfellt. „Þarf öll þessi stóryrði áður en lögreglan spyr fyrstu spurningarinnar undir rannsókn málsins Við gerum öll kröfu til þess að hér á landi séu allir jafnir fyrir lögunum. Má gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að boða fjóra blaðamenn til yfirheyrslu í tengslum við fréttaumfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, er þeirra á meðal og sagði í gær að sakarefnið væri brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífsins. Þá hafi lögreglan tjáð honum að blaðamennirnir myndu hljóta réttarstöðu sakbornings. Fjármálaráðherra gerir athugasemdir við fréttaflutning um málið. Engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Vill hann meina að þetta sé ólíkt umfjöllun um önnur lögreglumál þar sem alla jafna sé sjónum beint að því hvað hinn grunaði kunni að hafa unnið til saka. Bjarni segir að umræðu um málefni skæruliðadeildarinnar svokölluðu hafi fram að þessu verið stjórnað af þeim sömu og eru nú til rannsóknar. „Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru getgátur um það hvað lögreglan muni mögulega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin getgátum um það. Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa fréttir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?“ spyr Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. Gagnrýnir frétt RÚV Bjarni gagnrýnir frétt RÚV í kvöld þar sem lögmaður lýsti því yfir að ef málið snerist um það sem blaðamennirnir hafi sjálfir sagt, væri nær útilokað að ákæra verði gefin út. „Þetta er áður en nokkur maður veit hvaða gögn lögreglan hefur eða hvaða spurninga hún leitar svörum við. Eru einhver fordæmi fyrir svona vinnubrögðum fréttastofu? Öll fréttin er að gefnum forsendum þeirra sem fengu símtal í gær. Hefði Ríkisútvarpið ekki mátt láta þess getið að sumir þeirra sem eru með kenningar um það hvað málið snýst hafa starfað á Ríkisútvarpinu. Hefði það ekki sýnt lágmarks viðleitni til að gæta hlutleysis í máli sem virðist á algjöru byrjunarstigi?“ skrifar fjármálaráðherra. Gerð krafa um að allir séu jafnir fyrir lögum Spyr Bjarni jafnframt hvort fjölmiðlamenn séu of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu. „Ef fjölmiðlamennirnir eiga þann lögvarða rétt sem þeir gefa sér að eigi við í þessu máli, að svara ekki spurningum lögreglunnar, vilja þeir þá ekki bara gera það, neita að svara. Er það mjög íþyngjandi? Meira íþyngjandi en almennir borgarar þurfa að þola í málum sem eru til rannsóknar lögreglu?“ Hafa beri í huga að sum mál séu felld niður, önnur fari í ákæru og ekki alltaf sakfellt. „Þarf öll þessi stóryrði áður en lögreglan spyr fyrstu spurningarinnar undir rannsókn málsins Við gerum öll kröfu til þess að hér á landi séu allir jafnir fyrir lögunum. Má gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50