Nú hafa þau gengið of langt Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 18. febrúar 2022 08:01 Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun