Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda Helga María Guðmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar