Unnusti Þróttarakonu sektaður um milljón fyrir að skoða símann í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:01 TJ Watt og Dani Rhodes sjást hér saman á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar. AP/Marcio Jose Sanchez Sektarreglur NFL-deildarinnar eru ekkert lamb að leika sér við og leikmenn geta verið fljótir að missa pening út af reikningum sínum fylgi þeir ekki reglunum. Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022 NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira