Hvað er HPV? Hrafnhildur Grímsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar