Dæmdur í bann út tímabilið fyrir að slá annan þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Juwan Howard mun ekki stýra Michigan í fleiri leikjum í deildarkeppninni á þessu tímabili. getty/John Fisher Juwan Howard, þjálfari körfuboltaliðs Michigan háskólans, hefur verið dæmdur í bann út tímabilið fyrir að kýla aðstoðarþjálfara Wisconsin í leik liðanna um helgina. Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira
Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira