Körfubolti

Körfuboltastelpan sem NBA-stjörnurnar eru að tala um

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caitlin Clark spilar með Iowa Hawkeyes í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Caitlin Clark spilar með Iowa Hawkeyes í bandaríska háskólakörfuboltanum. Getty/G Fiume

Caitlin Clark er að eiga magnað tímabil í bandaríska háskólaboltanum og frammistaða hennar er svo eftirtektarverð að NBA-stjörnurnar eru farnir að taka eftir henni.

Clark er að spila með liði Iowa og er meðal annars frábær skotmaður. Það er von á öllu þegar hún er með boltann enda virðist fáir finna leiðir til að stoppa hana. Hún er frábær boltann, hefur auga fyrir sendingum og getur skotað hvað sem er.

Caitlin er líka búinn að afreka það sem enginn annar leikmaður, karla eða kona, hefur afrekað í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Á þessu tímabili er hún búin að koma sér í einstakan klúbb með því að skora meira en 650 stig í 25 leikjum á sama tíma og hún hefur gefið yfir 200 stoðsendingar og tekið yfir 175 fráköst.

Hingað til í vetur þá er hún með 26,9 stig, 8,0 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún er á sínu öðru ári en er að hækka tölur sínar frá því í fyrra þegar hún var með 26,6 stig, 5,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik

Það er ekki bara tölfræðin sem er að vekja athygli heldur hvernig hún spilar leikinn.

Þegar hún fer í gang þá skiptir engu máli hvar hún er. Í leik á móti sjötta besta liði landsins í Michigan þá skoraði hún 46 stig og var farinn að setja niður þrista af mjög löngu færi.

Ef við reynum að líkja henni við einhverja leikmann í NBA-deildinni þá eru það helst Steph Curry og Trae Young.

Trae Young, sem er á góðri leið með að verða ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, er einn af NBA-stjörnunum sem hafa tekið eftir og tjáð sig um Caitlin á samfélagsmiðlum en annar í þeim hóp er Kevin Durant.

Durant sagðist hafa tekið eftir henni og var fljótur að sjá það af hverju sérfræðingar tala um hana sem besta leikmanninn í Bandaríkjunum í sínum aldursflokki.

„Hún hreyfir sig svo hratt að það lítur út fyrir að aðrir leikmenn séu miklu hægari en hún þegar hún kemst í gang,“ sagði Kevin Duran meðal annars og hún var spurð út í þessu ummæli eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×