Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og höfðu Hollendingar eins stigs forystu í leikhléi, 35-36.
Í þriðja leikhluta lögðu heimamenn grunninn að sigrinum með því að vinna leikhlutann 27-15. Fór að lokum svo að Rússar unnu nokkuð öruggan ellefu stiga sigur, 80-69.
Artem Komolov var stigahæstur í liði Rússa með sautján stig. Charlon Kloof og Thomas Van Der Mars fóru fyrir sóknarleik Hollendinga með fjórtán stig hvor.
Ísland mætir Ítalíu í hinum leik dagsins í H-riðli og fer leikurinn fram að Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 20 í kvöld.