Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2022 10:00 Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun