Um er að ræða Lengjubikarinn, ensku B-deildina og ítölsku úrvalsdeildina.
Stjarnan tekur á móti Breiðablik í A-deild Lengjubikarsins og hefst útsending klukkan 18:55 á Stöð 2 Sport en á sama tíma verður leikur Atalanta og Sampdoria í beinni á Stöð 2 Sport 3.
Í ensku B-deildinni eigast WBA og Swansea við á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00.
Þá er Seinni bylgjan með sinn vikulega þátt líkt og GameTíví.