Er allt í góðu? Jón Gunnarsson skrifar 2. mars 2022 12:31 Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Næturlíf Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar