Kapphlaupið um milljónirnar í Garðabæ Ingvar Arnarson skrifar 2. mars 2022 18:00 Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar