Burt með einkaþoturnar! Stefán Pálsson skrifar 3. mars 2022 14:01 Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Vinstri græn Fréttir af flugi Stefán Pálsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun