Búast við jafnvægi á íbúðamarkaði á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 19:19 Húsnæðismarkaðurinn reynist mörgum erfiður. vísir/vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka segir íbúðamarkað enn vera á blússandi siglingu og mikla eftirspurnarspennu ríkja á markaði. Þó er hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Sjá meira