Vinirnir vinnandi í Ástralíu en ekki ég… af því að ég er Íslendingur! Bjarni Þór Hannesson skrifar 4. mars 2022 14:01 Sumarið 2004 upplifði ég ótrúlegt óréttlæti. Af því að ég er Íslendingur, þá mátti ég ekki fara að vinna í Ástralíu yfir veturinn á meðan allir vinir mínir (erlendir) fóru. Það er nefnilega rannsóknarefni af hverju íslensk stjórnvöld hafa ekki séð til þess að tryggja ungu fólki sama rétt og öll okkar viðmiðunarlönd telja sjálfsagðan hlut. Út af því missti ég af tækifæri lífs míns. Hvað sagðir þú að þú gerðir?! Ég tilheyri starfsstétt grasvallafræðinga. Við erum sérfræðingar í viðhaldi á gras íþróttavöllum, s.s. golfvellir, knattspyrnuvellir, krikketvellir o.s.fr. Eitt af því sem einkennir mína stétt er að á upphafsárum starfsframa okkar viljum við prófa að vinna um allan heim í mismunandi veðurfari. Þannig öðlumst við mestu reynsluna og skilning á gras plöntunni. Einnig byggir maður upp mikilvægt tengslanet sem er manni ómetanlegt. Leitin að endalausa sumrinu Á fyrstu árum starfs ferilsins er auðvelt að komast í sumarstarf, en þeim mun erfiðara að næla sér í heilsársstarf, enda reynslubankinn ekki orðin stór. Besta leiðin til að hlaða í reynslubankann er að nýta sér sumrin fyrir sunnan miðbaug (okt. til apríl). Þannig fara ansi margir grasvallafræðingar og vinna í 6 mánuði í Ástralíu/Nýja Sjálandi/Suður Afríku (o.fl. löndum) og vinna svo næstu 6 einhversstaðar í Evrópu eða N. Ameríku. Hið endalausa sumar hljómar vel núna þegar hver stormurinn á fætur öðrum herjar á okkur. Höfnunin Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að gera að loknu námi í Skotlandi árið 2004. Ég kvaddi bekkjabræður mína og samstarfsfélaga. Kevin fór til Ástralíu. Robbie fór til Nýja Sjálands. Ég… ég fór að selja túbusjónvörp í BT í Kringlunni. Þá var ég í hópi 4 mest menntuðu Íslendinga í grasvallafræðum (af um 40 manns þá). Ferillinn tók smá pásu. Ég hefði kannski hrökklast úr faginu og farið og gert eitthvað annað. Sérhæft mig í sölu Mini Disk spilara og Zip drifa. Það var jú framtíðin þá. Áhugalaus stjórnvöld Þarna um sumarið komst ég að því að Ísland var ekki með neina “Youth mobility scheme” samninga við Ástrali eða Nýsjálendinga. Þetta eru tímabundnar vegabréfsáritanir (12 mánuðir) fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Með heimildinni fylgir atvinnuleyfi. Þú að vísu mátt ekki vinna lengur en í 6 mánuði á sama stað, en það er fullkomið fyrir golfvallageirann. Árið 2004 var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga og takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að standa í slíku samstarfi. Árið 2008 var hins vegar sett í lög heimild sem leyfði slíkt, en þá var miðað við úreltar aldursreglur upp á 18-26 ár. Allar þjóðir miðuðu þá við 18-30 ár eða jafnvel 18-35 ár. Enn sem komið er eru engir slíkir samningar við lönd sunnan miðbaug, að hluta vegna þessarar úreldu aldursreglu. Utanríkisráðherra með skikkju á hvítum hesti Ég hoppaði hæð mína nú um daginn þegar ég sá að utanríkisráðherra ætlar að leggja til lagabreytingu sem heimilar gerð slíkra samninga með aldursviðmið upp á 18-30 ár. Þetta er nauðsynlegur hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Breta. Þar er auðvitað “Youth Mobility Scheme” samkomulag. Bretunum finnst það sjálfsagður hlutur. Staðan í dag er sú að 30 ára Íslendingar meiga vinna í Bretlandi, en við leyfum engum Breta yfir 26 ára aldri að fá þessa vegabréfsheimild. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Girðum okkur í brók og jöfnum stöðuna fyrir unga Íslendinga Ég ætla því að skora á framkvæmdarvaldið að fara strax í að klára samninga við lönd á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland. Skortur á þessum samningum hefur haft mjög neikvæð áhrif á endurnýjun í mínu fagi. Það skiptir okkur miklu máli að geta sent ungt fólk sem hefur áhuga á faginu, suður fyrir miðbaug á veturna til að safna í reynslubankann. Við missum allt of marga út úr faginu þar sem þau ná ekki að gera þetta að 12 mánaða starfi á fyrstu árum ferilsins. Íslensk ungmenni eiga sömu tækifæri skilið og nágrannaþjóðir okkar telja sjálfsögð. Klárum þetta mikilvæga mál sem fyrst. Höfundur er grasvallatæknifræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Sumarið 2004 upplifði ég ótrúlegt óréttlæti. Af því að ég er Íslendingur, þá mátti ég ekki fara að vinna í Ástralíu yfir veturinn á meðan allir vinir mínir (erlendir) fóru. Það er nefnilega rannsóknarefni af hverju íslensk stjórnvöld hafa ekki séð til þess að tryggja ungu fólki sama rétt og öll okkar viðmiðunarlönd telja sjálfsagðan hlut. Út af því missti ég af tækifæri lífs míns. Hvað sagðir þú að þú gerðir?! Ég tilheyri starfsstétt grasvallafræðinga. Við erum sérfræðingar í viðhaldi á gras íþróttavöllum, s.s. golfvellir, knattspyrnuvellir, krikketvellir o.s.fr. Eitt af því sem einkennir mína stétt er að á upphafsárum starfsframa okkar viljum við prófa að vinna um allan heim í mismunandi veðurfari. Þannig öðlumst við mestu reynsluna og skilning á gras plöntunni. Einnig byggir maður upp mikilvægt tengslanet sem er manni ómetanlegt. Leitin að endalausa sumrinu Á fyrstu árum starfs ferilsins er auðvelt að komast í sumarstarf, en þeim mun erfiðara að næla sér í heilsársstarf, enda reynslubankinn ekki orðin stór. Besta leiðin til að hlaða í reynslubankann er að nýta sér sumrin fyrir sunnan miðbaug (okt. til apríl). Þannig fara ansi margir grasvallafræðingar og vinna í 6 mánuði í Ástralíu/Nýja Sjálandi/Suður Afríku (o.fl. löndum) og vinna svo næstu 6 einhversstaðar í Evrópu eða N. Ameríku. Hið endalausa sumar hljómar vel núna þegar hver stormurinn á fætur öðrum herjar á okkur. Höfnunin Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að gera að loknu námi í Skotlandi árið 2004. Ég kvaddi bekkjabræður mína og samstarfsfélaga. Kevin fór til Ástralíu. Robbie fór til Nýja Sjálands. Ég… ég fór að selja túbusjónvörp í BT í Kringlunni. Þá var ég í hópi 4 mest menntuðu Íslendinga í grasvallafræðum (af um 40 manns þá). Ferillinn tók smá pásu. Ég hefði kannski hrökklast úr faginu og farið og gert eitthvað annað. Sérhæft mig í sölu Mini Disk spilara og Zip drifa. Það var jú framtíðin þá. Áhugalaus stjórnvöld Þarna um sumarið komst ég að því að Ísland var ekki með neina “Youth mobility scheme” samninga við Ástrali eða Nýsjálendinga. Þetta eru tímabundnar vegabréfsáritanir (12 mánuðir) fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Með heimildinni fylgir atvinnuleyfi. Þú að vísu mátt ekki vinna lengur en í 6 mánuði á sama stað, en það er fullkomið fyrir golfvallageirann. Árið 2004 var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga og takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að standa í slíku samstarfi. Árið 2008 var hins vegar sett í lög heimild sem leyfði slíkt, en þá var miðað við úreltar aldursreglur upp á 18-26 ár. Allar þjóðir miðuðu þá við 18-30 ár eða jafnvel 18-35 ár. Enn sem komið er eru engir slíkir samningar við lönd sunnan miðbaug, að hluta vegna þessarar úreldu aldursreglu. Utanríkisráðherra með skikkju á hvítum hesti Ég hoppaði hæð mína nú um daginn þegar ég sá að utanríkisráðherra ætlar að leggja til lagabreytingu sem heimilar gerð slíkra samninga með aldursviðmið upp á 18-30 ár. Þetta er nauðsynlegur hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Breta. Þar er auðvitað “Youth Mobility Scheme” samkomulag. Bretunum finnst það sjálfsagður hlutur. Staðan í dag er sú að 30 ára Íslendingar meiga vinna í Bretlandi, en við leyfum engum Breta yfir 26 ára aldri að fá þessa vegabréfsheimild. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Girðum okkur í brók og jöfnum stöðuna fyrir unga Íslendinga Ég ætla því að skora á framkvæmdarvaldið að fara strax í að klára samninga við lönd á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland. Skortur á þessum samningum hefur haft mjög neikvæð áhrif á endurnýjun í mínu fagi. Það skiptir okkur miklu máli að geta sent ungt fólk sem hefur áhuga á faginu, suður fyrir miðbaug á veturna til að safna í reynslubankann. Við missum allt of marga út úr faginu þar sem þau ná ekki að gera þetta að 12 mánaða starfi á fyrstu árum ferilsins. Íslensk ungmenni eiga sömu tækifæri skilið og nágrannaþjóðir okkar telja sjálfsögð. Klárum þetta mikilvæga mál sem fyrst. Höfundur er grasvallatæknifræðingur
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun