Rökrætt um lífeyrismál Drífa Snædal skrifar 4. mars 2022 13:01 ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku. Allt frá því samið var um skylduaðild að lífeyrissjóðum árið 1969 hefur verið fjörug umræða innan verkalýðshreyfingarinnar um lífeyrismál, og sömu sögu má segja um samfélagið allt. Þegar samningurinn var gerður var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Atvinnuleysið var 7% og landið logaði í verkföllum. Samkomulag um skylduaðild að lífeyrissjóðum var hluti af lausn kjaradeilunnar þótt krafan hafi ekki verið hávær þegar fyrst var gengið til samninga. Launafólk hafði augljósa hagsmuni af þessu en atvinnurekendur voru líka í þeirri stöðu að fólk gat einfaldlega ekki hætt að vinna því það þýddi örbirgð. Grunnurinn að kerfinu voru S-in þrjú: Sjóðssöfnun, skylduaðild og samtrygging. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Lífeyrissjóðirnir eru stórir og stöndugir og ekki aðeins trygging fyrir vinnandi fólk heldur líka órjúfanlegur hluti af íslensku efnahagslífi. Þetta vekur auðvitað margar spurningar og álitaefni. Skerðingar almannatrygginga hófust í raun löngu áður en lífeyriskerfið var orðið fullþroskað, sem kemur sérstaklega illa við láglaunafólk og hefur dæmt hópa fólks til fátæktar í ellinni. Í gegnum lífeyrissjóðina er launafólk í raun líka í hlutverki fjármagnseigenda og stundum geta þeir hagsmunir stangast á, sem kallar á umræður um fjárfestingarstefnur og -ákvarðanir lífeyrissjóðanna. Við stöndum líka frammi fyrir þrýstingi um að hækka lífeyristökualdur í samræmi við hækkandi lífaldur. Lífaldurslenging er þó misjöfn eftir stétt og stöðu og það er langt í frá sjálfsagt að hér gildi það sama um alla. Þessi málefni og fleiri eru til umræðu á rökræðufundi ASÍ sem lýkur í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem ASÍ efnir til slíks rökræðufundar þar sem öll deilumál eru sett upp á borðið og samtalið tekið sem leiðir væntanlega af sér bætta ákvarðanatöku og stefnumótun. Um Úkraínu Þessa dagana hvílir yfir okkur öllum skuggi innrásar Rússa í Úkraínu. Miðstjórn ASÍ samþykkti á miðvikudag ályktun þar sem innrásin var fordæmd en jafnframt var hvatt til eftirfarandi: Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama. Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum Það er ábyrgð okkar að tala fyrir friði á ófriðartímum og leggja okkar til í þágu mannúðar. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Lífeyrissjóðir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku. Allt frá því samið var um skylduaðild að lífeyrissjóðum árið 1969 hefur verið fjörug umræða innan verkalýðshreyfingarinnar um lífeyrismál, og sömu sögu má segja um samfélagið allt. Þegar samningurinn var gerður var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Atvinnuleysið var 7% og landið logaði í verkföllum. Samkomulag um skylduaðild að lífeyrissjóðum var hluti af lausn kjaradeilunnar þótt krafan hafi ekki verið hávær þegar fyrst var gengið til samninga. Launafólk hafði augljósa hagsmuni af þessu en atvinnurekendur voru líka í þeirri stöðu að fólk gat einfaldlega ekki hætt að vinna því það þýddi örbirgð. Grunnurinn að kerfinu voru S-in þrjú: Sjóðssöfnun, skylduaðild og samtrygging. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Lífeyrissjóðirnir eru stórir og stöndugir og ekki aðeins trygging fyrir vinnandi fólk heldur líka órjúfanlegur hluti af íslensku efnahagslífi. Þetta vekur auðvitað margar spurningar og álitaefni. Skerðingar almannatrygginga hófust í raun löngu áður en lífeyriskerfið var orðið fullþroskað, sem kemur sérstaklega illa við láglaunafólk og hefur dæmt hópa fólks til fátæktar í ellinni. Í gegnum lífeyrissjóðina er launafólk í raun líka í hlutverki fjármagnseigenda og stundum geta þeir hagsmunir stangast á, sem kallar á umræður um fjárfestingarstefnur og -ákvarðanir lífeyrissjóðanna. Við stöndum líka frammi fyrir þrýstingi um að hækka lífeyristökualdur í samræmi við hækkandi lífaldur. Lífaldurslenging er þó misjöfn eftir stétt og stöðu og það er langt í frá sjálfsagt að hér gildi það sama um alla. Þessi málefni og fleiri eru til umræðu á rökræðufundi ASÍ sem lýkur í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem ASÍ efnir til slíks rökræðufundar þar sem öll deilumál eru sett upp á borðið og samtalið tekið sem leiðir væntanlega af sér bætta ákvarðanatöku og stefnumótun. Um Úkraínu Þessa dagana hvílir yfir okkur öllum skuggi innrásar Rússa í Úkraínu. Miðstjórn ASÍ samþykkti á miðvikudag ályktun þar sem innrásin var fordæmd en jafnframt var hvatt til eftirfarandi: Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama. Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum Það er ábyrgð okkar að tala fyrir friði á ófriðartímum og leggja okkar til í þágu mannúðar. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar