Leiðtogi sem lætur hlutina gerast Ólafur Nielsen skrifar 4. mars 2022 17:31 Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun