Leiðtogi sem lætur hlutina gerast Ólafur Nielsen skrifar 4. mars 2022 17:31 Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar