Mikið var um ölvun, slagsmál og fólk að detta í hálku í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu.
Í hverfi 108 var kona í annarlegu ástandi handtekin á hóteli hvar hún var ekki gestur. Konan neitaði að yfirgefa hótelið, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og látin gista fangageymslu.
Í Hafnarfirði voru höfð afskipti af manni vegna gruns um ræktun fíkniefna. Hald var lagt á plöntur og búnað.
Upp úr klukkan tvö í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Gullinbrú í Grafarvogi. Þar höfðu fimm bifreiðar endað utan vegar sökum hálku.