Adda Bára Sigfúsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 08:29 Adda Bára Sigfúsdóttir lést að morgni laugardagsins 5. mars. Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru. „Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974. Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma. Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“ Andlát Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru. „Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974. Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma. Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“
Andlát Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira