Fyrsta verk eftir farsælan getnað Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“. Hinar mæðurnar í hópnum jánka „það þarf án gríns að hefja umsóknina á fæðingardeildinni“. Þá var bætt við „nei nei nei, ég setti mig á biðlista á leikskólann um leið og ég vissi að ég væri ólétt, hitt er eiginlega of seint allavega ef þú býrð vestur í bæ“, önnur fangar orðið „Var það semsagt ykkar fyrsta verk eftir getnað?“ það er hlegið og svo blótum við allar ástandinu í kór. Ein minnist á spjallþráð í Miðbæjarfacebook grúppunni fyrir rúmu ári þar sem örvæntingafull móðir leitaði ráða vegna leikskólavandans og tæplega hundrað foreldrar svöruðu með sínum þrautasögum. Ýmist fékk fólk ekki leikskólapláss, fékk einungis leikskólapláss í hinum enda borgarinnar, eða það sem verra var fengu pláss og svo var hringt tveimur vikum áður en vistin átti að hefjast og tilkynnt að ekkert yrði úr henni vegna mannekluvanda. Vinkonur mínar þekkja þetta vel. Þær deila ráðum, það þarf að hringja reglulega í leikskólanna til að fylgjast með stöðunni, helst að lengja fæðingarorlofið ef heimilisbókhaldið stendur undir því og ræða við ömmurnar og afanna því þau þurfa að geta stokkið til. Ein vinkona mín þurfti að skrá sig aftur í nám við Háskóla Íslands til að fá leikskólapláss, önnur þurfti að gefa spennandi starf upp á bátinn vegna tafa og plássleysis. Nokkrar hafa þurft að stytta vinnudaginn vegna ferðalagsins þvert yfir borgina í leikskólann og aftur í vinnuna tvisvar á dag, á kostnað launa þeirra og starfsþróunarmöguleika. Vinkonur mínar tala svo um álagið sem þetta setur á samböndin þeirra, hvor á að fórna sér? Þær tala um hversu ömurlegt það er að þurfa að reiða á þolinmæðina á vinnustaðnum og semja daglega við fjölskyldumeðlimi um að sækja börnin. Fjárhagslegar afleiðingar leikskólavandans á fjölskyldur í Reykjavík eru augljósar en hitt, þessi andlega streita sem fylgir er í raun mun alvarlegri. Svo ekki sé talað um spenninginn fyrir því að eignast börn yfirleitt. Það sem á að verða til mikillar gleði og hamingju getur orðið að kvíða. Hinn árlegi vorboði og haustlegu vonbrigði Á hverju vori birtist ný frétt frá markaðsdeild Reykjavíkurborgar þar sem einn af borgarfulltrúum meirihlutans tilkynnir að nú verði nýir leikskólar byggðir og plássum fjölgað. Fáir geta bent á hvar lofuðu leikskólar síðustu kjörtímabila eru staðsettir en almennt reiknar borgin með að afföll úr háskólunum eftir veturinn muni skila sér í betri mönnun á leikskólana með stúdentum í námspásu. Sum vor gengur þetta eftir, önnur ekki og á haustin kemur alltaf sami skellurinn, stúdentarnir snúa flestir aftur til náms og manneklan heldur áfram. Svo ákvað borgin að stytta frekar opnunartíma leikskólanna frekar en að útfæra vaktarskipulagið þannig að sveigjanleiki í opnunartímum gagnvart foreldrum héldist þrátt fyrir styttingu vinnuvikunar. Jafnréttismat leiddi í ljós að þetta myndi bitna verst á einstæðum foreldrum og innflytjendum en allt kom fyrir ekki. Foreldrar og atvinnulífið eiga bara að gjöra svo vel og beygja sig undir þessa styttingu en þeim til huggunar á einn leikskóli í hverju hverfi að vera með lengri opnun. Þeir foreldrar sem geta ekki verið vissir um að ná alltaf að sækja börnin á slaginu 16:30 þurfa því að færa krakkana til og vonast til að það sé pláss í þessum eina skóla. Það leysir ekki hnútinn að tosa fastar í bandið Fyrir fjórum árum stóðum við í sömu sporum og eftir fjögur ár er alltaf sami uppskerubrestur hjá meirihlutanum gagnvart leikskólavandanum. Það þarf að byrja á að hleypa fleirum að borðinu. Við verðum að greiða götuna fyrir framtakssömu hugsjónafólki sem vill opna og reka sína eigin leikskóla. Þar á borgin ekki að standa í vegi fyrir framtakssemi heldur vísa fólki veginn og auðvelda því að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að valdefla leikskólana, færa ákvarðanatökuna til þeirra og leyfa þeim að stjórna því hvernig þau nýta fjármunina í þjónustuna. Leikskólastjórnendur eiga ekki að þurfa forðast rekstrarafgang af ótta við að þá fá þá minna frá borginni næsta ár. Leyfum leikskólunum að eiga sparnað, enda minnkar það flækjustig og auðveldar leikskólastjórnendnum að bregðast hratt við þörf er á auka fjárútlátum, til dæmis þegar barn þarf til dæmis á auka stuðningi að halda sem kallar á fleira starfsfólk. Síðast en síst verðum við að hætta að gera upp á milli barna sem ganga í borgar- eða einkarekna leikskóla. Fé á að fylgja barni. Það er hægt að leysa leikskólavandann en þá þarf að þora að prófa nýjar lausnir og hætta þessari miðstýringu. Fólkinu á gólfinu er treystandi til að vita nákvæmlega hvernig er best að þjónusta börnin og foreldrar þeirra. Og hvað skyldi svo sparast mikill tími og mannskapur við það að þurfa ekki að taka á móti öllum símtölunum frá foreldrum sem eru í örvæntingu að berjast um leikskólaplássin? Höfundur sækist eftir oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“. Hinar mæðurnar í hópnum jánka „það þarf án gríns að hefja umsóknina á fæðingardeildinni“. Þá var bætt við „nei nei nei, ég setti mig á biðlista á leikskólann um leið og ég vissi að ég væri ólétt, hitt er eiginlega of seint allavega ef þú býrð vestur í bæ“, önnur fangar orðið „Var það semsagt ykkar fyrsta verk eftir getnað?“ það er hlegið og svo blótum við allar ástandinu í kór. Ein minnist á spjallþráð í Miðbæjarfacebook grúppunni fyrir rúmu ári þar sem örvæntingafull móðir leitaði ráða vegna leikskólavandans og tæplega hundrað foreldrar svöruðu með sínum þrautasögum. Ýmist fékk fólk ekki leikskólapláss, fékk einungis leikskólapláss í hinum enda borgarinnar, eða það sem verra var fengu pláss og svo var hringt tveimur vikum áður en vistin átti að hefjast og tilkynnt að ekkert yrði úr henni vegna mannekluvanda. Vinkonur mínar þekkja þetta vel. Þær deila ráðum, það þarf að hringja reglulega í leikskólanna til að fylgjast með stöðunni, helst að lengja fæðingarorlofið ef heimilisbókhaldið stendur undir því og ræða við ömmurnar og afanna því þau þurfa að geta stokkið til. Ein vinkona mín þurfti að skrá sig aftur í nám við Háskóla Íslands til að fá leikskólapláss, önnur þurfti að gefa spennandi starf upp á bátinn vegna tafa og plássleysis. Nokkrar hafa þurft að stytta vinnudaginn vegna ferðalagsins þvert yfir borgina í leikskólann og aftur í vinnuna tvisvar á dag, á kostnað launa þeirra og starfsþróunarmöguleika. Vinkonur mínar tala svo um álagið sem þetta setur á samböndin þeirra, hvor á að fórna sér? Þær tala um hversu ömurlegt það er að þurfa að reiða á þolinmæðina á vinnustaðnum og semja daglega við fjölskyldumeðlimi um að sækja börnin. Fjárhagslegar afleiðingar leikskólavandans á fjölskyldur í Reykjavík eru augljósar en hitt, þessi andlega streita sem fylgir er í raun mun alvarlegri. Svo ekki sé talað um spenninginn fyrir því að eignast börn yfirleitt. Það sem á að verða til mikillar gleði og hamingju getur orðið að kvíða. Hinn árlegi vorboði og haustlegu vonbrigði Á hverju vori birtist ný frétt frá markaðsdeild Reykjavíkurborgar þar sem einn af borgarfulltrúum meirihlutans tilkynnir að nú verði nýir leikskólar byggðir og plássum fjölgað. Fáir geta bent á hvar lofuðu leikskólar síðustu kjörtímabila eru staðsettir en almennt reiknar borgin með að afföll úr háskólunum eftir veturinn muni skila sér í betri mönnun á leikskólana með stúdentum í námspásu. Sum vor gengur þetta eftir, önnur ekki og á haustin kemur alltaf sami skellurinn, stúdentarnir snúa flestir aftur til náms og manneklan heldur áfram. Svo ákvað borgin að stytta frekar opnunartíma leikskólanna frekar en að útfæra vaktarskipulagið þannig að sveigjanleiki í opnunartímum gagnvart foreldrum héldist þrátt fyrir styttingu vinnuvikunar. Jafnréttismat leiddi í ljós að þetta myndi bitna verst á einstæðum foreldrum og innflytjendum en allt kom fyrir ekki. Foreldrar og atvinnulífið eiga bara að gjöra svo vel og beygja sig undir þessa styttingu en þeim til huggunar á einn leikskóli í hverju hverfi að vera með lengri opnun. Þeir foreldrar sem geta ekki verið vissir um að ná alltaf að sækja börnin á slaginu 16:30 þurfa því að færa krakkana til og vonast til að það sé pláss í þessum eina skóla. Það leysir ekki hnútinn að tosa fastar í bandið Fyrir fjórum árum stóðum við í sömu sporum og eftir fjögur ár er alltaf sami uppskerubrestur hjá meirihlutanum gagnvart leikskólavandanum. Það þarf að byrja á að hleypa fleirum að borðinu. Við verðum að greiða götuna fyrir framtakssömu hugsjónafólki sem vill opna og reka sína eigin leikskóla. Þar á borgin ekki að standa í vegi fyrir framtakssemi heldur vísa fólki veginn og auðvelda því að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að valdefla leikskólana, færa ákvarðanatökuna til þeirra og leyfa þeim að stjórna því hvernig þau nýta fjármunina í þjónustuna. Leikskólastjórnendur eiga ekki að þurfa forðast rekstrarafgang af ótta við að þá fá þá minna frá borginni næsta ár. Leyfum leikskólunum að eiga sparnað, enda minnkar það flækjustig og auðveldar leikskólastjórnendnum að bregðast hratt við þörf er á auka fjárútlátum, til dæmis þegar barn þarf til dæmis á auka stuðningi að halda sem kallar á fleira starfsfólk. Síðast en síst verðum við að hætta að gera upp á milli barna sem ganga í borgar- eða einkarekna leikskóla. Fé á að fylgja barni. Það er hægt að leysa leikskólavandann en þá þarf að þora að prófa nýjar lausnir og hætta þessari miðstýringu. Fólkinu á gólfinu er treystandi til að vita nákvæmlega hvernig er best að þjónusta börnin og foreldrar þeirra. Og hvað skyldi svo sparast mikill tími og mannskapur við það að þurfa ekki að taka á móti öllum símtölunum frá foreldrum sem eru í örvæntingu að berjast um leikskólaplássin? Höfundur sækist eftir oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun