Fótbolti

Jón Daði bjargaði stigi fyrir Bolton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson kom Bolton til bjargar í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson kom Bolton til bjargar í kvöld. David Horton - CameraSport via Getty Images

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom liðsfélögum sínum í Bolton til bjargar þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins seint í uppbótartíma er liðið tók á móti Morecambe í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld.

Jón Daði byrjaði á varamannabekk Bolton og það voru gestirnir í Morecambe sem tóku forystuna. Það gerðu þeir með marki frá Cole Stockton stuttu fyrir hálfleik og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Selfyssingurinn kom inn af varamannabekknum á 72. mínútu og fékk því um það bil tuttugu mínútur til að reyna að bjarga málunum fyrir Bolton. Hann nýtti það tækifæri vel og tryggði liðinu stig þegar hann jafnaði metin fyrir Boltan á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Jón Daði og félagar sitja í ellefta sæti deildarinnar með 55 stig eftir 37 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×