Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2022 23:43 Endurance er tiltölulega heillegt, miðað við að það sökk fyrir hundrað árum. AP/Falklands Maritime Heritage Trust/National Georgraphic Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916. Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916.
Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira