„Asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2022 18:46 Kyrie hvetur liðsfélaga sína áfram. Sarah Stier/Getty Images Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum. Irving er eins og margoft hefur komið fram óbólusettur. Það þýðir að samkvæmt reglugerðum í New York-borgar þá mátti hann ekki spila nágrannaslag Nets og Knicks en hann mátti sitja á fremsta bekk og horfa á leikinn. „Það er auðvitað asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila, er það ekki?“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, þá Sigurð Orra Kristjánsson, Hörð Unnsteinsson og Tómas Steindórsson. „Líka bara að hann megi spila í öllum hinum 48-49 fylkjum Bandríkjanna. Er ekki eitt fylki í viðbót sem hann má ekki spila í? Af hverju? Ég skil þetta ekki. Ég skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið,“ sagði Hörður Unnsteinsson um þetta skrítna mál. „Ég held að það sé mjög líklegt að þetta sé ekki til þess fallið að ýta við rassinum á mönnum og breyta. Ég held frekar að menn setji hælana enn frekar í sandinn og tali um öryggi. Hef enn meiri áhyggjur af þessu nú ef eitthvað er,“ sagði Sigurður Orri um viðtal Kevins Durant. „Ég sé fyrir að áður en útsláttarkeppnin byrji verði þessi regla úr sögunni. Ég held að NBA-deildin tími ekki að missa Kyrie og þetta ofurlið út úr útsláttarkeppninni,“ sagði Tómas Steindórsson að endingu. Þetta ásamt svo miklu fleira verður til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst venju samkvæmt klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Lögmál leiksins: Skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Irving er eins og margoft hefur komið fram óbólusettur. Það þýðir að samkvæmt reglugerðum í New York-borgar þá mátti hann ekki spila nágrannaslag Nets og Knicks en hann mátti sitja á fremsta bekk og horfa á leikinn. „Það er auðvitað asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila, er það ekki?“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, þá Sigurð Orra Kristjánsson, Hörð Unnsteinsson og Tómas Steindórsson. „Líka bara að hann megi spila í öllum hinum 48-49 fylkjum Bandríkjanna. Er ekki eitt fylki í viðbót sem hann má ekki spila í? Af hverju? Ég skil þetta ekki. Ég skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið,“ sagði Hörður Unnsteinsson um þetta skrítna mál. „Ég held að það sé mjög líklegt að þetta sé ekki til þess fallið að ýta við rassinum á mönnum og breyta. Ég held frekar að menn setji hælana enn frekar í sandinn og tali um öryggi. Hef enn meiri áhyggjur af þessu nú ef eitthvað er,“ sagði Sigurður Orri um viðtal Kevins Durant. „Ég sé fyrir að áður en útsláttarkeppnin byrji verði þessi regla úr sögunni. Ég held að NBA-deildin tími ekki að missa Kyrie og þetta ofurlið út úr útsláttarkeppninni,“ sagði Tómas Steindórsson að endingu. Þetta ásamt svo miklu fleira verður til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst venju samkvæmt klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Lögmál leiksins: Skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira